Viðskipti innlent

Jólabónus fyrir lykilmenn Glitnis

Glitnir hefur keypt 500.000 hluti í bankanum og selt aftur til lykilmanna í bankanum. Hlutirnir voru keyptir á genginu 23,20 kr. en seldir til starfsmannanna á 15,5 kr.

Í tilkynningu til kauphallarinnar um málið segir Glitnir: "Í tengslum við nýtingu starfsmanna Glitnis banka hf. á kaupréttum í bankanum hefur Glitnir banki hf. í dag keypt 500 þúsund hluti í Glitni á genginu 23,20, þ.e. miðað við lokagengi gærdagsins, og selt til kaupréttarhafa á genginu 15.5. Um er að ræða kaupréttarsamninga sem gerðir voru við lykilstarfsmenn á árinu 2005. Viðskiptin hafa ekki áhrif á fjölda eigin

hluta Glitnis."

Ef miðað er við að hlutirnir séu seldir strax munu viðkomandi starfsmenn fá fjögurra milljón kr. "jólabónus" út úr því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×