Viðskipti innlent

Meirihluti innlána bankanna kemur að utan

Meirihluti innlána íslensku bankanna, eða 51 prósent, kemur frá erlendum aðilum eftir því sem Fjármálaeftirlitið greinir frá. Hlutfallið hefur aukist úr sjö prósentum á aðeins tveimur árum og segir eftirlitið að það megi að mestu rekja til þess að viðskiptabankarnir hafi lagt áherslu á að safna innlánum í erlendum starfsstöðvum sínum.

Þá er bent á að hlutfall innlána af útlánum hafi hækkað úr 31 prósenti árið 2005 í 52 prósent um mitt þetta ár en bankarnir voru einmitt gagnrýndir í fyrra fyrir það að hve litlu leyti þeir fjármögnuðu sig með innlánum.

Bent er á að með auknum innlánum sé fjármögnum bankanna orðin fjölbreyttari en hún var og þeir minna háðir lántöku á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×