Viðskipti innlent

Ölgerðin kaupir Sól

Á meðfylgjandi mynd eru fyrrverandi og núverandi eigendur Sólar: f.v. Leifur Grímsson (Sól) , Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Hrafn Hauksson (Sól), Snorri Sigurðsson (Sól), framkvæmdastjóri Emmessíss og Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar
Á meðfylgjandi mynd eru fyrrverandi og núverandi eigendur Sólar: f.v. Leifur Grímsson (Sól) , Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar, Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, Hrafn Hauksson (Sól), Snorri Sigurðsson (Sól), framkvæmdastjóri Emmessíss og Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar

Ölgerð Egils Skallagrímssonar hefur keypt ávaxtasafaframleiðandann Sól sem er aðeins þriggja ára gamalt fyrirtæki. Eftir því sem fram kemur í tilkyninngu ætla eigendur Sólar framvegis að einbeita sér að rekstri Emmessíss sem þeir keyptu í sumar.

Allir starfsmenn Sólar munu starfa áfram hjá Agli Skallagrímssyni og framleiðslan verður fyrst um sinn á sama stað, að Lynghálsi í Reykjavík. Haft er eftir Snorra Sigurðssyni, eins af eigendum Sólar, að tilboð Ölgerðarinnar hafi verið of gott til þess að hafna því. Kaupverðið er hins vegar ekki gefið upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×