Viðskipti innlent

Fimm nýir í stjórn FL Group

Jón Ásgeir Jóhannesson (fyrir miðju) verður áfram stjórnarformaður FL Group. Hannes Smárason (til vinstri) kemur nýr inn í stjórn FL Group.
Jón Ásgeir Jóhannesson (fyrir miðju) verður áfram stjórnarformaður FL Group. Hannes Smárason (til vinstri) kemur nýr inn í stjórn FL Group.

Ljóst er að fimm nýir aðilar munu setjast í stjórn FL Group á næsta hlutahafafundi sem fer fram föstudaginn 14. desember næstkomandi. Aðeins stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og varaformaðurinn Þorsteinn M. Jónsson gefa kost á sér áfram.

Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri, tekur sæti í stjórn sem og Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs. Þá mun Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður verða í nýrri stjórn. Auk þess verða Pálmi Haraldsson, aðaleigandi Fons, og Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Gnúps, í nýju stjórninni.

Þeir aðilar sem hætta í stjórninni eru Smári Sigurðsson, Jón Kristjánsson, Paul Davidson, Magnús Ármann og Skarphéðinn Berg Steinarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×