Viðskipti innlent

FLE og Nova semja um farsímaþjónustu

Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. og Nova ehf. hafa undirritað samning um aðstöðu fyrir búnað til móttöku og miðlunar á merkjum fyrir þriðju kynslóð farsíma í og við flugstöðina.

Að sögn Jóakims Reynissonar, framkvæmdastjóra tæknimála hjá Nova býður þriðja kynslóð farsímakerfa upp á mun meiri möguleika í gagnaflutningi en GSM staðallinn.

Viðskiptavinum býðst að fara á netið og spjalla saman á MSN í farsímanum. Með samningi þessum tryggir Nova að viðskiptavinir fyrirtækisins, sem fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, séu ávallt í góðu sambandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×