Viðskipti innlent

Bankakrísan nær hingað

Ingólfur Bender: Ræðum bankakrísuna á morgunverðarfundi Glitnis á morgun.
Ingólfur Bender: Ræðum bankakrísuna á morgunverðarfundi Glitnis á morgun.

Kim Bergö greinir hjá Fox-Pitt Kelton í London segir að viðvarandi vandræði á breska bankamarkaðinum muni hafa áhrif á markaðinn á Norðurlöndunum þar á meðal á íslandi. Ingólfur Bender hjá greiningu Glitnis segir í samtali við Vísi að bankar og fjármálafyrirtæki hér hafi orðið fyrir barðinu á þessu ástandi eins og sást á tölum í kauphöllinni í gær.

"Þessar lækkanir í gær gengu að vísu að hluta til baka nú við opnun markaðarins í morgun," segir Ingólfur. "Hinsvegar reiknum við með að ástandið lagist ekki til skemmri tíma. Það tekur vikur eða mánuði að ná jafnvægi á þessum markaði á ný."

Kim Bergö nefnir þrengingar á millibankamarkaði sem ástæðu fyrir því að Northern Bank í Bretlandi hrundi á markaðinum í London. Ingólfur segir þetta vissulega rétt og að lausafjárskortur sé höfuðástæðan fyrir þeim þrengingum sem margir bankar og fjármálastofnanir hafa lent í.

"Þetta skapar síðan ákveðið hugarástand og áhættufælni hjá fjárfestum sem leiðir til þess að þeir halda að sér höndunum," segir Ingólfur. "Þetta verður eitt af því sem við munum ræða á morgunverðarfundi Glitnis á morgun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×