Hvað gerðist á Prestastefnu 2007? 5. maí 2007 05:30 Á Prestastefnu 2007, sem haldin var nýlega, fór fram atkvæðagreiðsla um álit kenningarnefndar kirkjunnar um staðfesta samvist. Í því var ítrekað að kirkjan styður staðfesta samvist og vill bjóða upp á athafnir blessunar og fyrirbæna fyrir fólk sem staðfest hefur samvist sína. Prestastefna samþykkti álitið með miklum meirihluta og var kenningarnefnd falið að búa það til Kirkjuþings. Þeir sem ekki greiddu álitinu atkvæði töldu ýmist að það gengi of langt eða of skammt. Samþykkt Prestastefnu á þessu áliti kenningarnefndar varð ekki fyrirferðarmikil í fréttaflutningi af stefnunni. Ástæðan var sú að tími og rými fréttamiðla fór að miklu leyti í að segja frá því sem ekki gerðist þar. Nú þegar mönnum er örlítið runninn móðurinn er kannski ekki úr vegi að minna á þetta. Nauðsynlegt er einnig að árétta að Prestastefna er umsagnaraðili um málið sem fær formlega afgreiðslu á Kirkjuþingi í haust. Því er einfaldlega ekki lokið og er það enn til umræðu innan kirkjunnar. Fullyrðingar um að Kirkjuþing hafi samþykkt eitthvað eða að Þjóðkirkjan hafi hafnað einhverju eru því ekki réttar.BiblíuskilningurÍ áliti kenningarnefndar er meðal annars rætt um Biblíuskilning hvað varðar samkynhneigð. Í Biblíunni er að finna ritningarstaði sem fjalla neikvætt um mök fólks af sama kyni og hefur þeim ritningarstöðum verið beitt gegn samkynhneigðu fólki. Kenningarnefnd tekur þá afstöðu að þessir ritningarstaðir standi í ákveðnu menningarlegu og trúarlegu samhengi síns tíma og beri að skilja þá út frá því. Þessir staðir fordæmi ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá samkynhneigðu einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti. Lútherskar kirkjurÞjóðkirkjan starfar með systurkirkjum á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og á aðild að alþjóðlegum kirknasamtökum, þar á meðal Lútherska heimssambandinu. Sænska kirkjan hefur ein lútherskra kirkna innan sambandsins tekið upp opinbert blessunarritúal, en hluti dönsku kirkjunnar gerir hið sama. Íslenska þjóðkirkjan verður því önnur lútherska kirkjan í heimssambandinu til að taka upp slíkt ritúal með formlegri samþykkt á grundvelli kirkjunnar, verði það samþykkt á kirkjuþingi í haust. Það þýðir að sú blessun, sem staðið hefur til boða í tíu ár, fær formlega viðurkenningu kirkjunnar. Staðfest samvistStaðfest samvist er sá lagarammi sem sambúð samkynhneigðra er búinn. Ný lög sem gáfu staðfestri samvist sömu lagalegu stöðu og hjónabandi voru samþykkt 2006. Þau voru mikil réttarbót, sem ber að fagna. Álit kenningarnefndar miðast við þennan lagaramma og gengur út frá því að hjónaband karls og konu og staðfest samvist séu tvö mismunandi en jafngild sambúðarform. Tillaga um að Þjóðkirkjan sæktist eftir heimild fyrir presta sína til að staðfesta samvist, og fara þannig fram á að lagaramminn yrði víkkaður, kom fram á Prestastefnu 2007 og var vísað til biskups og kenningarnefndar. Þá var samþykkt að biðja um að gerð yrði skoðanakönnun meðal presta um afstöðu þeirra til slíks lagagjörnings. Kenningarnefnd tekur við ábendingum til fyrsta júní og gengur síðan frá endanlegu áliti sem verður afgreitt á Kirkjuþingi í október. Tillaga á prestastefnu um að fara þess á leit við Alþingi að prestar fái heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á Prestastefnu 2007. Sú tillaga miðast við að hjúskaparlögum, sem skilgreina hjónaband sem sáttmála karls og konu, sé breytt. Um þetta eru afar skiptar skoðanir. Málinu er ekki lokiðÞjóðkirkjan er stór kirkja og innan hennar eru margar skoðanir. Í þessari vinnu sem og öðrum ágreiningsmálum er reynt að vinna þannig að sem víðtækust samstaða náist um hvert skref. Það getur tekið á og verið tímafrekt. Þegar slíku ferli er hins vegar lokið má reikna með að samkomulag náist og almenn sátt verði um framganginn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á Prestastefnu 2007, sem haldin var nýlega, fór fram atkvæðagreiðsla um álit kenningarnefndar kirkjunnar um staðfesta samvist. Í því var ítrekað að kirkjan styður staðfesta samvist og vill bjóða upp á athafnir blessunar og fyrirbæna fyrir fólk sem staðfest hefur samvist sína. Prestastefna samþykkti álitið með miklum meirihluta og var kenningarnefnd falið að búa það til Kirkjuþings. Þeir sem ekki greiddu álitinu atkvæði töldu ýmist að það gengi of langt eða of skammt. Samþykkt Prestastefnu á þessu áliti kenningarnefndar varð ekki fyrirferðarmikil í fréttaflutningi af stefnunni. Ástæðan var sú að tími og rými fréttamiðla fór að miklu leyti í að segja frá því sem ekki gerðist þar. Nú þegar mönnum er örlítið runninn móðurinn er kannski ekki úr vegi að minna á þetta. Nauðsynlegt er einnig að árétta að Prestastefna er umsagnaraðili um málið sem fær formlega afgreiðslu á Kirkjuþingi í haust. Því er einfaldlega ekki lokið og er það enn til umræðu innan kirkjunnar. Fullyrðingar um að Kirkjuþing hafi samþykkt eitthvað eða að Þjóðkirkjan hafi hafnað einhverju eru því ekki réttar.BiblíuskilningurÍ áliti kenningarnefndar er meðal annars rætt um Biblíuskilning hvað varðar samkynhneigð. Í Biblíunni er að finna ritningarstaði sem fjalla neikvætt um mök fólks af sama kyni og hefur þeim ritningarstöðum verið beitt gegn samkynhneigðu fólki. Kenningarnefnd tekur þá afstöðu að þessir ritningarstaðir standi í ákveðnu menningarlegu og trúarlegu samhengi síns tíma og beri að skilja þá út frá því. Þessir staðir fordæmi ekki samkynhneigð sem slíka og heldur ekki þá samkynhneigðu einstaklinga sem lifa í kærleiksríkri sambúð ástar og trúfesti. Lútherskar kirkjurÞjóðkirkjan starfar með systurkirkjum á Norðurlöndum og Bretlandseyjum og á aðild að alþjóðlegum kirknasamtökum, þar á meðal Lútherska heimssambandinu. Sænska kirkjan hefur ein lútherskra kirkna innan sambandsins tekið upp opinbert blessunarritúal, en hluti dönsku kirkjunnar gerir hið sama. Íslenska þjóðkirkjan verður því önnur lútherska kirkjan í heimssambandinu til að taka upp slíkt ritúal með formlegri samþykkt á grundvelli kirkjunnar, verði það samþykkt á kirkjuþingi í haust. Það þýðir að sú blessun, sem staðið hefur til boða í tíu ár, fær formlega viðurkenningu kirkjunnar. Staðfest samvistStaðfest samvist er sá lagarammi sem sambúð samkynhneigðra er búinn. Ný lög sem gáfu staðfestri samvist sömu lagalegu stöðu og hjónabandi voru samþykkt 2006. Þau voru mikil réttarbót, sem ber að fagna. Álit kenningarnefndar miðast við þennan lagaramma og gengur út frá því að hjónaband karls og konu og staðfest samvist séu tvö mismunandi en jafngild sambúðarform. Tillaga um að Þjóðkirkjan sæktist eftir heimild fyrir presta sína til að staðfesta samvist, og fara þannig fram á að lagaramminn yrði víkkaður, kom fram á Prestastefnu 2007 og var vísað til biskups og kenningarnefndar. Þá var samþykkt að biðja um að gerð yrði skoðanakönnun meðal presta um afstöðu þeirra til slíks lagagjörnings. Kenningarnefnd tekur við ábendingum til fyrsta júní og gengur síðan frá endanlegu áliti sem verður afgreitt á Kirkjuþingi í október. Tillaga á prestastefnu um að fara þess á leit við Alþingi að prestar fái heimild til að vígja samkynhneigða í hjónaband var felld á Prestastefnu 2007. Sú tillaga miðast við að hjúskaparlögum, sem skilgreina hjónaband sem sáttmála karls og konu, sé breytt. Um þetta eru afar skiptar skoðanir. Málinu er ekki lokiðÞjóðkirkjan er stór kirkja og innan hennar eru margar skoðanir. Í þessari vinnu sem og öðrum ágreiningsmálum er reynt að vinna þannig að sem víðtækust samstaða náist um hvert skref. Það getur tekið á og verið tímafrekt. Þegar slíku ferli er hins vegar lokið má reikna með að samkomulag náist og almenn sátt verði um framganginn. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Biskupsstofu.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun