Innlent

Náttúruperlur spillast vegna nýs Vestfjarðavegar

Mikil náttúruverðmæti fara til spillis með nýju vegarstæði Vestfjarðavegar, að mati eins helsta talsmanns landeigenda við Þorskafjörð, Gunnlaugs Péturssonar verkfræðings. Hann segir að skógurinn og arnarvarp spillist, auk þess sem þrengi að þörunganámi. Hann telur jarðgöng undir Hjallaháls mun betri lausn. Umhverfisráðherra samþykkti í gær nýtt stæði Vestfjarðavegar um Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð og sneri þar með við ákvörðun Skipulagsstofnunar, sem hafði hafnað veginum vegna mikilla umhverfisáhrifa. Rök Jónínu Bjartmarz voru umferðaröryggi og samfélagssjónarmið þar sem vegur yfir hálsana yrði hættulegur lífi og limum fólks. Gunnlaugur telur hins vegar að jarðgöng yrðu bæði ódýrari og öruggari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×