„Ljóskan í menntamálaráðuneytinu“ Sigurður Kári Kristjánsson skrifar 26. apríl 2007 00:01 Jón Baldvin Hannibalsson, guðfaðir Samfylkingarinnar og fyrrum formaður Alþýðuflokksins, var gestur í Silfri Egils á sunnudag. Jón Baldvin hefur raunar verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu misserum en framganga hans hefur frekar verið til þess fallin að þvælast fyrir Samfylkingunni í aðdraganda kosninga en hitt. Þátturinn á sunnudag var engin undantekning þar á. Í þættinum gerði Jón Baldvin Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að umræðuefni með hætti sem ástæða er til að gera athugasemd við. Sá Jón Baldvin ástæðu til að upplýsa að hann kallaði Þorgerði Katrínu, af sínu landskunna lítillæti, „ljóskuna í menntamálaráðuneytinu“. Það er gömul saga og ný að þegar menn hafa lítið fram að færa málefnalega beina þeir spjótum sínum í aðrar áttir. Í þetta skiptið ákvað Jón Baldvin að gera útlit Þorgerðar Katrínar að umræðuefni í stað þess að fjalla um hún hefur fram að færa. Sem formaður menntamálanefndar Alþingis hef ég átt mikið og gott samstarf við Þorgerði Katrínu og ég veit sem er að sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins býður hún ekki fram útlit sitt, eins og Jón Baldvin lætur liggja að, heldur hugmyndafræði og stefnumál sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á í aðdraganda þessara kosninga. Það þarf svo sem engan speking til að átta sig á því hver tilgangur Jóns Baldvins var með því að uppnefna varaformann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og aðrir kvenkyns frambjóðendur flokksins bregðast við ummælum Jóns. Forysta stjórnmálaflokks sem leggur svo mikið upp úr því að höfða til kvenna, setur jafnréttismál og kvenfrelsi á oddinn, en hafnar kvenfyrirlitningu og ójafnrétti, hlýtur að bregðast við þessum ummælum. Einkum þegar í hlut á guðfaðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til svona málflutnings er að minnsta kosti skýr. Hann er fyrir neðan allar hellur og Jóni Baldvin og Samfylkingunni til skammar.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, guðfaðir Samfylkingarinnar og fyrrum formaður Alþýðuflokksins, var gestur í Silfri Egils á sunnudag. Jón Baldvin hefur raunar verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu misserum en framganga hans hefur frekar verið til þess fallin að þvælast fyrir Samfylkingunni í aðdraganda kosninga en hitt. Þátturinn á sunnudag var engin undantekning þar á. Í þættinum gerði Jón Baldvin Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að umræðuefni með hætti sem ástæða er til að gera athugasemd við. Sá Jón Baldvin ástæðu til að upplýsa að hann kallaði Þorgerði Katrínu, af sínu landskunna lítillæti, „ljóskuna í menntamálaráðuneytinu“. Það er gömul saga og ný að þegar menn hafa lítið fram að færa málefnalega beina þeir spjótum sínum í aðrar áttir. Í þetta skiptið ákvað Jón Baldvin að gera útlit Þorgerðar Katrínar að umræðuefni í stað þess að fjalla um hún hefur fram að færa. Sem formaður menntamálanefndar Alþingis hef ég átt mikið og gott samstarf við Þorgerði Katrínu og ég veit sem er að sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins býður hún ekki fram útlit sitt, eins og Jón Baldvin lætur liggja að, heldur hugmyndafræði og stefnumál sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á í aðdraganda þessara kosninga. Það þarf svo sem engan speking til að átta sig á því hver tilgangur Jóns Baldvins var með því að uppnefna varaformann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og aðrir kvenkyns frambjóðendur flokksins bregðast við ummælum Jóns. Forysta stjórnmálaflokks sem leggur svo mikið upp úr því að höfða til kvenna, setur jafnréttismál og kvenfrelsi á oddinn, en hafnar kvenfyrirlitningu og ójafnrétti, hlýtur að bregðast við þessum ummælum. Einkum þegar í hlut á guðfaðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til svona málflutnings er að minnsta kosti skýr. Hann er fyrir neðan allar hellur og Jóni Baldvin og Samfylkingunni til skammar.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun