„Ljóskan í menntamálaráðuneytinu“ Sigurður Kári Kristjánsson skrifar 26. apríl 2007 00:01 Jón Baldvin Hannibalsson, guðfaðir Samfylkingarinnar og fyrrum formaður Alþýðuflokksins, var gestur í Silfri Egils á sunnudag. Jón Baldvin hefur raunar verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu misserum en framganga hans hefur frekar verið til þess fallin að þvælast fyrir Samfylkingunni í aðdraganda kosninga en hitt. Þátturinn á sunnudag var engin undantekning þar á. Í þættinum gerði Jón Baldvin Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að umræðuefni með hætti sem ástæða er til að gera athugasemd við. Sá Jón Baldvin ástæðu til að upplýsa að hann kallaði Þorgerði Katrínu, af sínu landskunna lítillæti, „ljóskuna í menntamálaráðuneytinu“. Það er gömul saga og ný að þegar menn hafa lítið fram að færa málefnalega beina þeir spjótum sínum í aðrar áttir. Í þetta skiptið ákvað Jón Baldvin að gera útlit Þorgerðar Katrínar að umræðuefni í stað þess að fjalla um hún hefur fram að færa. Sem formaður menntamálanefndar Alþingis hef ég átt mikið og gott samstarf við Þorgerði Katrínu og ég veit sem er að sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins býður hún ekki fram útlit sitt, eins og Jón Baldvin lætur liggja að, heldur hugmyndafræði og stefnumál sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á í aðdraganda þessara kosninga. Það þarf svo sem engan speking til að átta sig á því hver tilgangur Jóns Baldvins var með því að uppnefna varaformann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og aðrir kvenkyns frambjóðendur flokksins bregðast við ummælum Jóns. Forysta stjórnmálaflokks sem leggur svo mikið upp úr því að höfða til kvenna, setur jafnréttismál og kvenfrelsi á oddinn, en hafnar kvenfyrirlitningu og ójafnrétti, hlýtur að bregðast við þessum ummælum. Einkum þegar í hlut á guðfaðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til svona málflutnings er að minnsta kosti skýr. Hann er fyrir neðan allar hellur og Jóni Baldvin og Samfylkingunni til skammar.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, guðfaðir Samfylkingarinnar og fyrrum formaður Alþýðuflokksins, var gestur í Silfri Egils á sunnudag. Jón Baldvin hefur raunar verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu misserum en framganga hans hefur frekar verið til þess fallin að þvælast fyrir Samfylkingunni í aðdraganda kosninga en hitt. Þátturinn á sunnudag var engin undantekning þar á. Í þættinum gerði Jón Baldvin Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra að umræðuefni með hætti sem ástæða er til að gera athugasemd við. Sá Jón Baldvin ástæðu til að upplýsa að hann kallaði Þorgerði Katrínu, af sínu landskunna lítillæti, „ljóskuna í menntamálaráðuneytinu“. Það er gömul saga og ný að þegar menn hafa lítið fram að færa málefnalega beina þeir spjótum sínum í aðrar áttir. Í þetta skiptið ákvað Jón Baldvin að gera útlit Þorgerðar Katrínar að umræðuefni í stað þess að fjalla um hún hefur fram að færa. Sem formaður menntamálanefndar Alþingis hef ég átt mikið og gott samstarf við Þorgerði Katrínu og ég veit sem er að sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins býður hún ekki fram útlit sitt, eins og Jón Baldvin lætur liggja að, heldur hugmyndafræði og stefnumál sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leggja áherslu á í aðdraganda þessara kosninga. Það þarf svo sem engan speking til að átta sig á því hver tilgangur Jóns Baldvins var með því að uppnefna varaformann Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og aðrir kvenkyns frambjóðendur flokksins bregðast við ummælum Jóns. Forysta stjórnmálaflokks sem leggur svo mikið upp úr því að höfða til kvenna, setur jafnréttismál og kvenfrelsi á oddinn, en hafnar kvenfyrirlitningu og ójafnrétti, hlýtur að bregðast við þessum ummælum. Einkum þegar í hlut á guðfaðir Samfylkingarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til svona málflutnings er að minnsta kosti skýr. Hann er fyrir neðan allar hellur og Jóni Baldvin og Samfylkingunni til skammar.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar