Bókmenntafræðingur talar - Soffíu svarað 21. febrúar 2007 05:00 Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun