Fordómar gegn Framsókn Ingvar Gíslason skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Nýlega las ég í blaði klausu nokkra eftir einhvern ungan „fréttaskýranda“ þess efnis að Guðni Ágústsson væri „holdgervingur“ Framsóknarflokksins. Rökstuðningurinn var sá að Guðni væri landsbyggðarmaður, bóndasonur og „þjóðernissinnaður“ sveitamaður. Án þess að hafa um það langt mál er þessi holdgerving Framsóknarflokksins í Guðna Ágústssyni tilbúin staðalímynd frá frumbernsku Framsóknarflokksins. En inntak staðalímyndarinnar er að draga upp þá mynd af Framsóknarflokknum að hann hatist við Reykjavík, að flokkurinn hafi ekki haft skilning á höfuðborgarhlutverki Reykjavíkur, að framsóknarmenn telji að íslenskri þjóð sé það áskapað að hún fái hvergi þrifist nema í dreifbýli, afdölum og smáþorpum við sjóinn. Persónuleg reynsla mínPersónulega bý ég yfir reynslusögum, sem sanna fordómafullar hugmyndir margra Reykvíkinga um Framsóknarflokkinn og framsóknarmenn. Haustið 1947 innritaðist ég til sagnfræði- og bókmenntanáms í Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Fjölskylda mín átti þar heima og faðir minn stundaði þar sjálfstæðan atvinnurekstur, var velstæður útgerðarmaður. Á Akureyri þurfti ég ekki, ungur maður, að útskýra það fyrir neinum að ég fylgdi Framsóknarflokknum að málum. Fólk réð það ekki af ætterni mínu, atvinnu föður míns, vaxtarlagi, limaburði eða göngulagi, hvaða pólitíska skoðun ég hafði. Ég hafði ekki verið lengi í Reykjavík þegar ég fór að finna fyrir pólitískum fordómum á mínu eigin skinni. Fúslega hafði ég samþykkt þá beiðni að nafni mínu væri raðað ofarlega á lista, sem framsóknarmenn í háskólanum stóðu að í stúdentaráðskosningum haustið 1947. En þá brá svo við að ýmsir málkunningjar mínir úr Reykjavík lýstu furðu sinni og sögðust ekki trúa því að ég væri „frammari“! Ég féll einhvern veginn ekki inn í reykvíska staðalímynd af framsóknarmanni. Margoft — allt fram á þennan dag — hef ég orðið vitni að þessum inngrónu fordómum Reykvíkinga gagnvart Framsóknarflokknum og framsóknarmönnum. Og framsóknarfordómar þessir hafa breiðst út á síðari árum til ungs fjölmiðlafólks og fólks í ýmsum listgreinum, ef það lætur sig þjóðmál skipta. Sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar og aðrir félagsfræðingar ala gjarnan á þessari formlegu staðalímynd eftir einhverju uppdiktuðu flokkunarkerfi sín í milli, að Framsóknarflokkur sé einhliða „bændaflokkur“ („agrar“-flokkur) sem hafi aðeins eitt höfuðmálefni á stefnuskrá sinni: Dreifbýlispólitík, bændapólitík. Framsóknarmenn sinna málefnum bænda af alúð og reka mótaða landsbyggðarpólitík. En það gefur engum tilefni til að láta að því liggja að framsóknarmenn lifi í fortíðinni, „elski moldarkofa“, hatist við borgarmenningu og nútíma þróun samfélagsins. Ég skal viðurkenna, að þessum fráleitustu sleggjudómum er stundum slengt fram í stríðnistón. En margir trúa þessu bulli af heimsku sinni og fáfræði. Framsóknarflokkurinn og ReykjavíkFramsóknarflokkurinn á ekki góðu gengi að fagna í Reykjavík um þessar mundir og finnur fyrir mótlæti víða um land. Þetta mótlæti á vitaskuld ýmsar aðrar orsakir en skáldaða staðalímynd, sem þó er skaðleg að sínu leyti. Framsóknarmenn þurfa að horfa inn á við og leita þar orsakanna. Ég nota því síðustu línurnar til þess að minna á að Framsóknarflokkurinn átti um áratugaskeið góðu fylgi að fagna í Reykjavík, bæði í borgarstjórnarkosningum og alþingiskosningum. Fullt tilefni er til þess fyrir núverandi forustumenn flokksins að minna rækilega á þá sókn sem Framsóknarflokkurinn var í á árum áður í Reykjavík undir forustu Þórarins Þórarinssonar, Einars Ágústssonar, Kristjáns Thorlacius, Kristjáns Benediktssonar, Guðmundar G. Þórarinssonar, Sigrúnar Magnúsdóttur, Alfreðs Þorsteinssonar og alls fjöldans sem að baki stóð. Fyrir nærri hálfri öld lagði Jón Skaftason og kraftmikið lið kringum hann grundvöll mikils fylgis Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Það fylgi hélst áratugum saman, en er nú mjög á niðurleið, ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn holdgerist ekki í staðalímynd eins manns, hversu góður sem hann er. Við stofnun flokksins fyrir 90 árum var vígorð framsóknarmanna: „Framför landsins alls!“ Andi þessa slagorðs er enn við lýði og nær til Reykjavíkur sem allrar landsbyggðar. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Margoft — allt fram á þennan dag — hef ég orðið vitni að þessum inngrónu fordómum Reykvíkinga gagnvart Framsóknarflokknum og framsóknarmönnum. Og framsóknarfordómar þessir hafa breiðst út á síðari árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Nýlega las ég í blaði klausu nokkra eftir einhvern ungan „fréttaskýranda“ þess efnis að Guðni Ágústsson væri „holdgervingur“ Framsóknarflokksins. Rökstuðningurinn var sá að Guðni væri landsbyggðarmaður, bóndasonur og „þjóðernissinnaður“ sveitamaður. Án þess að hafa um það langt mál er þessi holdgerving Framsóknarflokksins í Guðna Ágústssyni tilbúin staðalímynd frá frumbernsku Framsóknarflokksins. En inntak staðalímyndarinnar er að draga upp þá mynd af Framsóknarflokknum að hann hatist við Reykjavík, að flokkurinn hafi ekki haft skilning á höfuðborgarhlutverki Reykjavíkur, að framsóknarmenn telji að íslenskri þjóð sé það áskapað að hún fái hvergi þrifist nema í dreifbýli, afdölum og smáþorpum við sjóinn. Persónuleg reynsla mínPersónulega bý ég yfir reynslusögum, sem sanna fordómafullar hugmyndir margra Reykvíkinga um Framsóknarflokkinn og framsóknarmenn. Haustið 1947 innritaðist ég til sagnfræði- og bókmenntanáms í Háskóla Íslands að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Fjölskylda mín átti þar heima og faðir minn stundaði þar sjálfstæðan atvinnurekstur, var velstæður útgerðarmaður. Á Akureyri þurfti ég ekki, ungur maður, að útskýra það fyrir neinum að ég fylgdi Framsóknarflokknum að málum. Fólk réð það ekki af ætterni mínu, atvinnu föður míns, vaxtarlagi, limaburði eða göngulagi, hvaða pólitíska skoðun ég hafði. Ég hafði ekki verið lengi í Reykjavík þegar ég fór að finna fyrir pólitískum fordómum á mínu eigin skinni. Fúslega hafði ég samþykkt þá beiðni að nafni mínu væri raðað ofarlega á lista, sem framsóknarmenn í háskólanum stóðu að í stúdentaráðskosningum haustið 1947. En þá brá svo við að ýmsir málkunningjar mínir úr Reykjavík lýstu furðu sinni og sögðust ekki trúa því að ég væri „frammari“! Ég féll einhvern veginn ekki inn í reykvíska staðalímynd af framsóknarmanni. Margoft — allt fram á þennan dag — hef ég orðið vitni að þessum inngrónu fordómum Reykvíkinga gagnvart Framsóknarflokknum og framsóknarmönnum. Og framsóknarfordómar þessir hafa breiðst út á síðari árum til ungs fjölmiðlafólks og fólks í ýmsum listgreinum, ef það lætur sig þjóðmál skipta. Sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar og aðrir félagsfræðingar ala gjarnan á þessari formlegu staðalímynd eftir einhverju uppdiktuðu flokkunarkerfi sín í milli, að Framsóknarflokkur sé einhliða „bændaflokkur“ („agrar“-flokkur) sem hafi aðeins eitt höfuðmálefni á stefnuskrá sinni: Dreifbýlispólitík, bændapólitík. Framsóknarmenn sinna málefnum bænda af alúð og reka mótaða landsbyggðarpólitík. En það gefur engum tilefni til að láta að því liggja að framsóknarmenn lifi í fortíðinni, „elski moldarkofa“, hatist við borgarmenningu og nútíma þróun samfélagsins. Ég skal viðurkenna, að þessum fráleitustu sleggjudómum er stundum slengt fram í stríðnistón. En margir trúa þessu bulli af heimsku sinni og fáfræði. Framsóknarflokkurinn og ReykjavíkFramsóknarflokkurinn á ekki góðu gengi að fagna í Reykjavík um þessar mundir og finnur fyrir mótlæti víða um land. Þetta mótlæti á vitaskuld ýmsar aðrar orsakir en skáldaða staðalímynd, sem þó er skaðleg að sínu leyti. Framsóknarmenn þurfa að horfa inn á við og leita þar orsakanna. Ég nota því síðustu línurnar til þess að minna á að Framsóknarflokkurinn átti um áratugaskeið góðu fylgi að fagna í Reykjavík, bæði í borgarstjórnarkosningum og alþingiskosningum. Fullt tilefni er til þess fyrir núverandi forustumenn flokksins að minna rækilega á þá sókn sem Framsóknarflokkurinn var í á árum áður í Reykjavík undir forustu Þórarins Þórarinssonar, Einars Ágústssonar, Kristjáns Thorlacius, Kristjáns Benediktssonar, Guðmundar G. Þórarinssonar, Sigrúnar Magnúsdóttur, Alfreðs Þorsteinssonar og alls fjöldans sem að baki stóð. Fyrir nærri hálfri öld lagði Jón Skaftason og kraftmikið lið kringum hann grundvöll mikils fylgis Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi. Það fylgi hélst áratugum saman, en er nú mjög á niðurleið, ef marka má skoðanakannanir. Framsóknarflokkurinn holdgerist ekki í staðalímynd eins manns, hversu góður sem hann er. Við stofnun flokksins fyrir 90 árum var vígorð framsóknarmanna: „Framför landsins alls!“ Andi þessa slagorðs er enn við lýði og nær til Reykjavíkur sem allrar landsbyggðar. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og ráðherra. Margoft — allt fram á þennan dag — hef ég orðið vitni að þessum inngrónu fordómum Reykvíkinga gagnvart Framsóknarflokknum og framsóknarmönnum. Og framsóknarfordómar þessir hafa breiðst út á síðari árum.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar