Mannréttindi og ágreiningur Magnús Stefánsson skrifar 6. janúar 2007 00:01 Í Fréttablaðinu 3. janúar 2007 er birt grein eftir Sigurð T. Sigurðsson, fyrrverandi formann Verkalýðsfélagsins Hlífar, undir yfirskriftinni: Mannréttindi sniðgengin. Í henni er fjallað um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. Greinin hefst á þeim orðum að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eigi vítur skilið fyrir sinnuleysi gagnvart réttindum launafólks. Sigurður segir að þetta komi berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda nefnda alþjóðasamþykkt. Ekki veit ég hvort það er gert af ráðnum hug en það kemur ekki fram í grein Sigurðar hvenær alþjóðasamþykktin var afgreidd af þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það var á 68. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf árið 1982. Hvað skyldu margir samherjar Sigurðar í stjórnmálum hafa setið á stóli félagsmálaráðherra frá þeim tíma? Til upprifjunar má nefna Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Hefur Sigurður spurt þetta fólk að því hvers vegna það beitti sér ekki fyrir fullgildingu samþykktarinnar þegar það var sannanlega í aðstöðu til þess? Hvaða einkunn skyldi þetta fólk fá þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysið sem þeir hafa sýnt að mati Sigurðar T. Sigurðssonar? Til fróðleiks má geta þess að samkvæmt 1. gr. samþykktarinnar er heimilt að hrinda efni hennar í framkvæmd m.a. með kjarasamningum. Ég minnist þess ekki að réttindi samkvæmt samþykkt ILO nr. 158 hafi verið forgangskrafa hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar í kjarasamningum við atvinnurekendur? Sannleikurinn er auðvitað sá að hér er um að ræða mál sem lengi er búið að vera ágreiningsefni fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu félagsmálaráðuneytisins að leita leiða til samkomulags um málið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt félagsmálaráðherrar úr Framsóknarflokknum hafi lagt meira af mörkum í þeim efnum en þeir ráðherrar sem voru nefndir hér að framan. Kjarni málsins er þessi. Stjórnvöld hafa ekki viljað beita sér fyrir fullgildingu samþykktar ILO nr. 158 í fullri andstöðu annars aðilans á vinnumarkaðnum. Samtök atvinnurekenda hafa eindregið lagst gegn fullgildingu með þeim rökum að með henni og framkvæmd samþykktarinnar dragi úr sveigjanleika og hreyfanleika á íslenskum vinnumarkaði. Hreyfanleiki, sveigjanleiki og öryggi eru aðalviðfangsefni vinnumála um þessar mundir. Í lok nóvember kom út á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins grænbók um þetta efni. Þar er lögð áhersla á að aðildarríki ESB setji sér markmið um aukinn sveigjanleika á evrópskum vinnumarkaði þannig að samkeppnishæfni hans aukist en jafnframt sé félagslegt öryggisnet til fyrir einstaklinga sem á þurfa að halda. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið í þessum anda. Árið 2000 tóku gildi lög um vernd gegn uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar. Í framhaldi af því fullgiltu íslensk stjórnvöld samþykkt ILO um það efni. Öllum eru ljósar réttarbæturnar fyrir launafólk sem felast í lögum um fæðingar- og foreldraorlof og nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem verulega er aukin vernd einstaklinga við atvinnumissi. Stjórnvöld hafa síður en svo verið sinnulaus um efni samþykktar ILO nr. 158. Félagsmálaráðherra hefur falið Rannsóknarsetri í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst að semja tillögu að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna í anda samþykktar ILO nr. 158. Í bréfinu til háskólans er lögð áhersla á að við smíði leiðbeiningarreglnanna verði m.a. litið til reglna sem um þetta efni gilda í ríkjum sem standa Íslendingum næst í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Þegar tillagan liggur fyrir verður hún lögð fyrir samstarfsnefnd félagsmálaráðuneytisins um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til frekari umfjöllunar. Höfundur er félagsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 3. janúar 2007 er birt grein eftir Sigurð T. Sigurðsson, fyrrverandi formann Verkalýðsfélagsins Hlífar, undir yfirskriftinni: Mannréttindi sniðgengin. Í henni er fjallað um fullgildingu samþykktar Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 158 um uppsögn starfs af hálfu atvinnurekanda. Greinin hefst á þeim orðum að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eigi vítur skilið fyrir sinnuleysi gagnvart réttindum launafólks. Sigurður segir að þetta komi berlega fram í því að láta undir höfuð leggjast að fullgilda nefnda alþjóðasamþykkt. Ekki veit ég hvort það er gert af ráðnum hug en það kemur ekki fram í grein Sigurðar hvenær alþjóðasamþykktin var afgreidd af þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Það var á 68. Alþjóðavinnumálaþinginu í Genf árið 1982. Hvað skyldu margir samherjar Sigurðar í stjórnmálum hafa setið á stóli félagsmálaráðherra frá þeim tíma? Til upprifjunar má nefna Svavar Gestsson, Jóhönnu Sigurðardóttur, Rannveigu Guðmundsdóttur og Guðmund Árna Stefánsson. Hefur Sigurður spurt þetta fólk að því hvers vegna það beitti sér ekki fyrir fullgildingu samþykktarinnar þegar það var sannanlega í aðstöðu til þess? Hvaða einkunn skyldi þetta fólk fá þegar Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eiga vítur skilið fyrir sinnuleysið sem þeir hafa sýnt að mati Sigurðar T. Sigurðssonar? Til fróðleiks má geta þess að samkvæmt 1. gr. samþykktarinnar er heimilt að hrinda efni hennar í framkvæmd m.a. með kjarasamningum. Ég minnist þess ekki að réttindi samkvæmt samþykkt ILO nr. 158 hafi verið forgangskrafa hvorki Alþýðusambandsins né Verkalýðsfélagsins Hlífar í kjarasamningum við atvinnurekendur? Sannleikurinn er auðvitað sá að hér er um að ræða mál sem lengi er búið að vera ágreiningsefni fulltrúa Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Það hafa verið gerðar ítrekaðar tilraunir af hálfu félagsmálaráðuneytisins að leita leiða til samkomulags um málið. Það kæmi mér ekki á óvart þótt félagsmálaráðherrar úr Framsóknarflokknum hafi lagt meira af mörkum í þeim efnum en þeir ráðherrar sem voru nefndir hér að framan. Kjarni málsins er þessi. Stjórnvöld hafa ekki viljað beita sér fyrir fullgildingu samþykktar ILO nr. 158 í fullri andstöðu annars aðilans á vinnumarkaðnum. Samtök atvinnurekenda hafa eindregið lagst gegn fullgildingu með þeim rökum að með henni og framkvæmd samþykktarinnar dragi úr sveigjanleika og hreyfanleika á íslenskum vinnumarkaði. Hreyfanleiki, sveigjanleiki og öryggi eru aðalviðfangsefni vinnumála um þessar mundir. Í lok nóvember kom út á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins grænbók um þetta efni. Þar er lögð áhersla á að aðildarríki ESB setji sér markmið um aukinn sveigjanleika á evrópskum vinnumarkaði þannig að samkeppnishæfni hans aukist en jafnframt sé félagslegt öryggisnet til fyrir einstaklinga sem á þurfa að halda. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið í þessum anda. Árið 2000 tóku gildi lög um vernd gegn uppsögnum vegna fjölskylduábyrgðar. Í framhaldi af því fullgiltu íslensk stjórnvöld samþykkt ILO um það efni. Öllum eru ljósar réttarbæturnar fyrir launafólk sem felast í lögum um fæðingar- og foreldraorlof og nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar þar sem verulega er aukin vernd einstaklinga við atvinnumissi. Stjórnvöld hafa síður en svo verið sinnulaus um efni samþykktar ILO nr. 158. Félagsmálaráðherra hefur falið Rannsóknarsetri í vinnurétti og jafnréttismálum við Háskólann á Bifröst að semja tillögu að leiðbeiningarreglum varðandi uppsagnir starfsmanna í anda samþykktar ILO nr. 158. Í bréfinu til háskólans er lögð áhersla á að við smíði leiðbeiningarreglnanna verði m.a. litið til reglna sem um þetta efni gilda í ríkjum sem standa Íslendingum næst í efnahagslegu og félagslegu tilliti. Þegar tillagan liggur fyrir verður hún lögð fyrir samstarfsnefnd félagsmálaráðuneytisins um málefni Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ASÍ og Samtaka atvinnulífsins til frekari umfjöllunar. Höfundur er félagsmálaráðherra.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar