Viðskipti innlent

Framkvæmdastjóri Glitnis í Luxemborg hættur

Allan Strand hættur hjá Glitni í Luxemborg
Allan Strand hættur hjá Glitni í Luxemborg

Allan Strand Olesen framkvæmdastjóri Glitnis í Lúxemborg er hættur. Pétur Þ. Óskarsson fjölmiðlafulltrúi Glitnis segir að þetta hafi staðið til í nokkrun tíma en Allan láti nú formlega af störfum.

"Allan tekur með sér tvo aðstoðarmenn sína úr bankanum," segir Pétur. "Þeir þrír ætla að stunda fasteignaviðskipti saman en á því sviði liggur sérþekking Allan. Glitnir mun verða viðskiptabanki hins nýja fyrirtækis Allan og því erum við áfram í samskiptum við hann."

Aðspurður segir Pétur Óskarsson að eingöngu breytingar á framkvæmdastjórn bankans beri að tilkynna til Kauphallarinnar en Allan sat ekki í framkvæmdastjórn Glitnis.

Á meðan leitað er að öðrum framkvæmdastjóra fyrir Glitni í Luxemborg munu tveir af stjórnendum bankans sjá um daglegan rekstur hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×