Kastljósið eina sanna 24. júní 2007 06:00 Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fellt úrskurð í máli Jónínu Bjartmarz gegn Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Úrskurðurinn er harður og athyglisverður að því leiti að það er ekki algengt að slíkur málarekstur sé stundaður gegn Ríkisútvarpinu. Ég viðurkenni að ég hef ekki upplýsingar um slíkar kærur í seinni tíð, en fyrir margt löngu sat ég í siðanefnd blaðamannafélagsins um skeið og man ekki til að slíkar kærur hafi borist. Þetta mál sýnir í hnotskurn hvað fjórða valdið í þjóðfélaginu getur verið sterkt. Ljóst er að Jónína Bjartmarz hafði engin áhrif á veitingu umrædds ríkisborgararéttar öfugt við það sem Kastljós lét að liggja. Það er hins vegar mjög líklegt að málatilbúnaður Kastljóssins hafi haft áhrif á úrslit Alþingiskosninga og innbyrðis röð þingmanna Framsóknarflokksins og sé ein af ástæðum þess að flokkurinn hefur nú ekki þingmann í Reykjavík. Ég ætla mér ekki að fjalla um þetta mál í smáatriðum hér. Það sem vakti athygli mína og undrun á þeim síðustu vikum fyrir kosningar sem málið var til umræðu var fyrirferð þess í umfjöllun Kastljóss, dag eftir dag, að þetta skyldi vera uppistaðan í umfjöllun þáttarins. Þótt forsvarsmenn þess segi nú að þeir hafi aldrei sagt að Jónína Bjartmarz hefði haft áhrif á málið, þá var persóna hennar undir og yfir og allt um kring í kynningu þessa máls, og það duldist engum. Ég er undrandi yfir viðbrögðum Kastljóss og Ríkisútvarpsins við úrskurði siðanefndarinnar. Þau minna dálítið á þann hugsunarhátt sem alls staðar er hættulegur að við einir vitum, hjá öðrum stendur ekki steinn yfir steini. Hin eina sanna umfjöllun er hjá okkur, hinu eina og sanna Kastljósi. Slíkur hugsunarháttur er hættulegur fyrir þá sem hafa mikið vald og munu hafa það. Það er til fyrirmyndar fyrir Blaðamannafélag Íslands að halda úti siðanefnd sem þeir geta leitað til sem finnst á sér brotið. Þó að úrskurðir hennar hafi ekki stöðu á við dóma dómstóla hafa þeir mikla þýðingu. Þeir eru aðvörun til þeirra fjölmiðla sem hlut eiga að máli og vonandi verða þeir áfram teknir alvarlega sem slíkir. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur fellt úrskurð í máli Jónínu Bjartmarz gegn Kastljósi Ríkissjónvarpsins. Úrskurðurinn er harður og athyglisverður að því leiti að það er ekki algengt að slíkur málarekstur sé stundaður gegn Ríkisútvarpinu. Ég viðurkenni að ég hef ekki upplýsingar um slíkar kærur í seinni tíð, en fyrir margt löngu sat ég í siðanefnd blaðamannafélagsins um skeið og man ekki til að slíkar kærur hafi borist. Þetta mál sýnir í hnotskurn hvað fjórða valdið í þjóðfélaginu getur verið sterkt. Ljóst er að Jónína Bjartmarz hafði engin áhrif á veitingu umrædds ríkisborgararéttar öfugt við það sem Kastljós lét að liggja. Það er hins vegar mjög líklegt að málatilbúnaður Kastljóssins hafi haft áhrif á úrslit Alþingiskosninga og innbyrðis röð þingmanna Framsóknarflokksins og sé ein af ástæðum þess að flokkurinn hefur nú ekki þingmann í Reykjavík. Ég ætla mér ekki að fjalla um þetta mál í smáatriðum hér. Það sem vakti athygli mína og undrun á þeim síðustu vikum fyrir kosningar sem málið var til umræðu var fyrirferð þess í umfjöllun Kastljóss, dag eftir dag, að þetta skyldi vera uppistaðan í umfjöllun þáttarins. Þótt forsvarsmenn þess segi nú að þeir hafi aldrei sagt að Jónína Bjartmarz hefði haft áhrif á málið, þá var persóna hennar undir og yfir og allt um kring í kynningu þessa máls, og það duldist engum. Ég er undrandi yfir viðbrögðum Kastljóss og Ríkisútvarpsins við úrskurði siðanefndarinnar. Þau minna dálítið á þann hugsunarhátt sem alls staðar er hættulegur að við einir vitum, hjá öðrum stendur ekki steinn yfir steini. Hin eina sanna umfjöllun er hjá okkur, hinu eina og sanna Kastljósi. Slíkur hugsunarháttur er hættulegur fyrir þá sem hafa mikið vald og munu hafa það. Það er til fyrirmyndar fyrir Blaðamannafélag Íslands að halda úti siðanefnd sem þeir geta leitað til sem finnst á sér brotið. Þó að úrskurðir hennar hafi ekki stöðu á við dóma dómstóla hafa þeir mikla þýðingu. Þeir eru aðvörun til þeirra fjölmiðla sem hlut eiga að máli og vonandi verða þeir áfram teknir alvarlega sem slíkir. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar