Innlent

Skaðabótamál Damons Albarn tekið fyrir í dag

Hús Damons í Grafarvoginum.
Hús Damons í Grafarvoginum. MYND/Hari

Mál breska poppsöngvarans, Damons Albarn, gegn verkfræðistofunni Hönnun hf. verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Damon krefst 40 milljóna króna í skaðabætur vegna umframkostnaðar sem hlaust af hönnunarbreytingum á einbýlishúsi hans í Grafarvogi.

Damon keypti einbýlishúsið upprunalega á 26 milljónir fyrir nokkrum árum. Í kjölfar kaupanna gerði hann samning upp á 40 milljónir við Hönnun hf. um ýmsar hönnunarbreytingar. Reikningurinn varð hins vegar tæpar 80 milljónir.

Krefst Damon þess að fá mismuninn endurgreiddan vegna framúrkeyrslunnar þar sem fyrirtækinu hafi láðst að tilkynna með hæfilegum fyrirvara að gera þyrfti breytingar á kostnaðaráætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×