Ósammála um virði „síðasta móhíkanans“ 25. apríl 2007 05:45 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hlutabréf í Vinnslustöðinni hafa síðustu daga verið að skipta um hendur á genginu 6,0-7,0 krónur á hlut sem er langt yfir væntanlegu yfirtökutilboði frá hluthafahópi í Vinnslustöðinni sem ræður yfir meirihluta hlutafjár. Í síðustu viku greindi hópur undir forystu Haraldar Gíslasonar, Kristínar Gísladóttur og Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins, frá því að hluthafar hefðu gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur félagsins og myndu þar af leiðandi leggja fram yfirtökutilboð í maí á genginu 4,6 krónur á hlut en þar við bætist 30 prósenta arður. Það er sama gengi og var í síðustu viðskiptum í Kauphöll Íslands fyrir undirskrift samkomulagsins og því ekkert yfirverð um að ræða. Lokagengi Vinnslustöðvarinnar í gær var sjö krónur á hlut sem er 50 prósentum yfir tilboðsverði. „Viðskipti voru orðin afar fátíð og menn mátu það þannig að tilgangurinn að hafa félagið á markaði væri ekki orðinn mikill,“ segir Sigurgeir Brynjar aðspurður um ástæður þess að ráðandi hluthafar hafa í hyggju taka félagið af markaði. Eignarhald Vinnslustöðvarinnar, sem nefnt hefur verið „síðasti móhíkaninn“ í Kauphöllinni, enda síðasta sjávarútvegsfélagið á Aðallistanum, er þröngt. 65-67 prósent hlutafjár eru í höndum tiltölulega þröngs hóps heimamanna og rúm þrjátíu prósent eru í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi sem taldir eru áhugasamir um að styrkja stöðu sína í félaginu. Guðmundur er forstjóri Brims en Hjálmar er stjórnarmaður í Vinnslustöðinni. „Okkur finnst þetta gengi heldur lágt. Reksturinn gekk vel í fyrra og aflaheimildir hafa hækkað mikið,“ segir Guðmundur. Það sem skýrir hærra gengi gætu verið væntingar um að hærra yfirtökutilboð berist. Yfirtaka stærstu eigenda er, samkvæmt upplýsingum, svar við símhringingum Landsbankans til hluthafa þar sem verið var að falast eftir bréfum fyrir allt að átta krónur á hlutinn. Talið er líklegt að LÍ hafi boðið í bréfin fyrir þriðja aðila. Það er 74 prósentum hærra en yfirtökutilboð ráðandi hluthafa. Miðað við tilboðið munar rúmum 5,1 milljarði á tilboði LÍ og yfirtökutilboðinu. „Það er svo hverjum í sjálfsvald sett hvort þeir taka því tilboði sem gert verður,“ bætir Sigurgeir Brynjar við en vill ekkert upp gefa hvort tilboðsverð komi til með að hækka. Mörgum finnst að markaðsvirði Vinnslustöðvarinnar hafi ekki endurspeglað raunverulegt virði félagsins og það setið eftir í samanburði við ávöxtun annarra fyrirtækja í Kauphöll, þótt ekkert fyrirtæki hafi hækkað meira það sem af er þessu ári. Það er engum vafa undirorpið að upplausnarvirði félagsins, það er þau verðmæti sem fengjust með að leysa félagið upp, til dæmis með sölu á aflaheimildum, er vel yfir markaðsvirði. Hins vegar er það ljóst að ráðandi hluthafar horfa ekki til upplausnarvirðis með áformum sínum, heldur til þeirra verðmæta sem reksturinn er að skapa. Greiningardeildir Kaupþings og Glitnis meta gengi Vinnslustöðvarinnar til næstu mánaða á 4,7-4,8 krónur hlutinn út frá greiningu sem grundvallast á því sjóðsstreymi sem áætlaður rekstur skapar til framtíðar. Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Hlutabréf í Vinnslustöðinni hafa síðustu daga verið að skipta um hendur á genginu 6,0-7,0 krónur á hlut sem er langt yfir væntanlegu yfirtökutilboði frá hluthafahópi í Vinnslustöðinni sem ræður yfir meirihluta hlutafjár. Í síðustu viku greindi hópur undir forystu Haraldar Gíslasonar, Kristínar Gísladóttur og Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra útgerðarfélagsins, frá því að hluthafar hefðu gert með sér samkomulag um stjórnun og rekstur félagsins og myndu þar af leiðandi leggja fram yfirtökutilboð í maí á genginu 4,6 krónur á hlut en þar við bætist 30 prósenta arður. Það er sama gengi og var í síðustu viðskiptum í Kauphöll Íslands fyrir undirskrift samkomulagsins og því ekkert yfirverð um að ræða. Lokagengi Vinnslustöðvarinnar í gær var sjö krónur á hlut sem er 50 prósentum yfir tilboðsverði. „Viðskipti voru orðin afar fátíð og menn mátu það þannig að tilgangurinn að hafa félagið á markaði væri ekki orðinn mikill,“ segir Sigurgeir Brynjar aðspurður um ástæður þess að ráðandi hluthafar hafa í hyggju taka félagið af markaði. Eignarhald Vinnslustöðvarinnar, sem nefnt hefur verið „síðasti móhíkaninn“ í Kauphöllinni, enda síðasta sjávarútvegsfélagið á Aðallistanum, er þröngt. 65-67 prósent hlutafjár eru í höndum tiltölulega þröngs hóps heimamanna og rúm þrjátíu prósent eru í eigu bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona frá Rifi sem taldir eru áhugasamir um að styrkja stöðu sína í félaginu. Guðmundur er forstjóri Brims en Hjálmar er stjórnarmaður í Vinnslustöðinni. „Okkur finnst þetta gengi heldur lágt. Reksturinn gekk vel í fyrra og aflaheimildir hafa hækkað mikið,“ segir Guðmundur. Það sem skýrir hærra gengi gætu verið væntingar um að hærra yfirtökutilboð berist. Yfirtaka stærstu eigenda er, samkvæmt upplýsingum, svar við símhringingum Landsbankans til hluthafa þar sem verið var að falast eftir bréfum fyrir allt að átta krónur á hlutinn. Talið er líklegt að LÍ hafi boðið í bréfin fyrir þriðja aðila. Það er 74 prósentum hærra en yfirtökutilboð ráðandi hluthafa. Miðað við tilboðið munar rúmum 5,1 milljarði á tilboði LÍ og yfirtökutilboðinu. „Það er svo hverjum í sjálfsvald sett hvort þeir taka því tilboði sem gert verður,“ bætir Sigurgeir Brynjar við en vill ekkert upp gefa hvort tilboðsverð komi til með að hækka. Mörgum finnst að markaðsvirði Vinnslustöðvarinnar hafi ekki endurspeglað raunverulegt virði félagsins og það setið eftir í samanburði við ávöxtun annarra fyrirtækja í Kauphöll, þótt ekkert fyrirtæki hafi hækkað meira það sem af er þessu ári. Það er engum vafa undirorpið að upplausnarvirði félagsins, það er þau verðmæti sem fengjust með að leysa félagið upp, til dæmis með sölu á aflaheimildum, er vel yfir markaðsvirði. Hins vegar er það ljóst að ráðandi hluthafar horfa ekki til upplausnarvirðis með áformum sínum, heldur til þeirra verðmæta sem reksturinn er að skapa. Greiningardeildir Kaupþings og Glitnis meta gengi Vinnslustöðvarinnar til næstu mánaða á 4,7-4,8 krónur hlutinn út frá greiningu sem grundvallast á því sjóðsstreymi sem áætlaður rekstur skapar til framtíðar.
Mest lesið Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira