Viðskipti innlent

Ekkert lát á neyslugleði landsmanna

Kortavelta hefur aukist um 12 prósent á milli ára að raunvirði miðað við þriggja mánaða meðaltal. Þetta sýnir að einkaneysla er enn mikil hér á landi.

Einkneysla var mjög mikil í ágústmánuði sem kemur meðal annars fram í aukinni debet- og kreditkortaveltu. Þá var bjartsýni Íslendinga meiri í ágústmánuði en í júlí, en góð lund hefur gjarnan áhrif á einkanesylu en hér er stuðst við væntingavísitölu Gallup.

Ekki eru komnar tölur um innfluttar neysluvörur og nýskráningar bifreiða fyrir ágúst en í júlí hafði innflutningur neysluvarnings aukist um rúmlega 9 prósent frá fyrra ári.

Nýskráningum bifreiða hafði fjölgað um 7 prósent en eins og fram kom í fréttum okkar nýverið er bílafloti landsmanna svo stór að hringvegurinn gæti ekki tekið við öllum bílunum, færu þeir í einni röð inná þjóðveg númer eitt.

Af þessu má ráða að þriðji ársfjórðungur fer vel af stað að mati hagspekinga og ekkert lát virðist vera á neyslugleði landsmanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×