Viðskipti innlent

Frosti Bergsson að kaupa Opin kerfi

MYND/EOL

Frosti Bergsson hefur gert tilboð í Opin kerfi, félag í eigu Handsholding. Tilboðinu hefur verið tekið en kaupverðið er ekki gefið upp og eru kaupin háð áreiðanleikakönnun.

Frosti er enginn nýgræðingur þegar kemur að Opnum kerfum en hann vann sem kunnugt er að stofnun HP á Íslandi sem síðar varð að Opnum kerfum og vann þar í 20 ár.

Árið 2004 var félagið hins vegar selt til Kögunar en mun nú að öllu líkindum komast aftur í hendur Frosta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×