Risasamningur Glitnis við Vodafone 12. september 2007 15:56 Árni Pétur Jónsson: "Glitnir er eitt öflugasta fyrirtæki landsins og með samningnum færist Vodafone nær því marki að verða stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi." Einn stærsti fjarskiptasamningur síðari ára var undirritaður á mánudag þegar forstjóri Glitnis og forstjóri Vodafone á Íslandi undirrituðu samkomulag um kaup Glitnis á fjarskiptaþjónustu frá Vodafone næstu 5 árin. Samningurinn nær til talsíma- og farsímaþjónustu við Glitni, bæði innanlands og erlendis, auk ADSL nettenginga fyrir starfsmenn Glitnis. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone, segir samninginn mikilvægan enda undirstriki hann styrkleika Vodafone sem alþjóðlegs samstarfsaðila í fjarskiptaþjónustu. "Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu við íslensk útrásarfyrirtæki og sú staðreynd að Vodafone starfar um allan heim tryggir okkar viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustuna og á hagstæðu verði. Glitnir er eitt öflugasta fyrirtæki landsins og með samningnum færist Vodafone nær því marki að verða stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi," segir Árni. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segir að örugg og traust fjarskipti séu gríðarlega mikilvæg fyrir fjármálafyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. "Starfsemi Glitnis teygir sig um allan heim og það skiptir okkur miklu máli að allir okkar starfsmenn fái jafn góða þjónustu. Þessi samningur tryggir það enda er Vodafone stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi og hefur mikla reynslu af þjónustu við stór fyrirtæki í okkar geira," segir Lárus. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Einn stærsti fjarskiptasamningur síðari ára var undirritaður á mánudag þegar forstjóri Glitnis og forstjóri Vodafone á Íslandi undirrituðu samkomulag um kaup Glitnis á fjarskiptaþjónustu frá Vodafone næstu 5 árin. Samningurinn nær til talsíma- og farsímaþjónustu við Glitni, bæði innanlands og erlendis, auk ADSL nettenginga fyrir starfsmenn Glitnis. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Vodafone, segir samninginn mikilvægan enda undirstriki hann styrkleika Vodafone sem alþjóðlegs samstarfsaðila í fjarskiptaþjónustu. "Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu við íslensk útrásarfyrirtæki og sú staðreynd að Vodafone starfar um allan heim tryggir okkar viðskiptavinum bestu mögulegu þjónustuna og á hagstæðu verði. Glitnir er eitt öflugasta fyrirtæki landsins og með samningnum færist Vodafone nær því marki að verða stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi," segir Árni. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, segir að örugg og traust fjarskipti séu gríðarlega mikilvæg fyrir fjármálafyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni. "Starfsemi Glitnis teygir sig um allan heim og það skiptir okkur miklu máli að allir okkar starfsmenn fái jafn góða þjónustu. Þessi samningur tryggir það enda er Vodafone stærsta fjarskiptafyrirtæki í heimi og hefur mikla reynslu af þjónustu við stór fyrirtæki í okkar geira," segir Lárus.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira