Viðskipti innlent

Lífeyrissjóðirnir bæta við sig

Samkvæmt tölum Seðlabankans jukust heildareignir lífeyrissjóðanna um 219 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2006 og námu 1.439 milljörðum króna í nóvemberlok. Þetta samsvarar átján prósenta aukningu frá ársbyrjun 2006, en eins prósenta aukningu á milli mánaða.

Erlend verðbréfaeign nam 404 milljörðum króna, um 28 prósent af heildareignum lífeyrissjóðanna, og hefur vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum. Til samanburðar námu erlendar eignir 24,5 prósentum af heildareignum um áramótin 2005/06.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×