Í hverju fælist ósigurinn? 27. október 2007 14:06 Björn Ingi Hrafnsson skrifar: Pólitískt hópslys, kallar tímaritið Mannlíf þá katastrófu sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna eiddist út í. Þar er mörgum og áleitnum spurningum ósvarað," skrifaði Hrafn Jökulsson í dálki sínum íViðskiptablaðinu í gær. Og hann bætti við: „Sú áhugaverðasta er: Hvað dreif fólk áfram? Það dugir ekki að vísa í hugsjónir um að opinber fyrirtæki eigi ekki að makka á einkamarkaði. Sjálfstæðismenn stofnuðu REI."Er þetta ekki einmitt kjarni málsins? Á leiðarasíðu Fréttablaðsins á miðvikudag, bendir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, einmitt á þetta og rifjar upp gömul og ný ummæli Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, máli sínu til stuðnings. Upprifjunin er eðlileg og í raun mætti bæta við spurningum: Af hverju taldi Sjálfstæðisflokkurinn það í lagi fyrir stuttu síðan að fara í útrás á sviði orkumála, en telur það ekki lengur? Hvað hefur breyst síðan félagi minn í stjórn Orkuveitunnar og þáverandi stjórnarformaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, tilkynnti að á vegum REI yrði farið í útrás ásamt einkaaðilum? Hvað hefur breyst síðan þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði jarðhitamála í Djíbútí? Eða er ætlunin að halda því fram nú að þetta hafi aðeins verið umboðslausir menn? Þorsteinn Pálsson, hinn ritstjóri Fréttablaðsins, fjallar um sömu álitaefni í forystugrein í gær. Gerir ritstjórinn því skóna í niðurlagi sínu að í þessum málum sé uppi slíkur grundvallarágreiningur millum Framsóknarflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn að ósamrýmanlegt sé án einhvers meiriháttar uppgjörs. Með öðrum orðum: Niðurstaða náist ekki í málinu nema annaðhvort ég eða Svandís Svavarsdóttir lúti í gras, svo notað sé tungutak ritstjórans sem er auðvitað alvanur skylmingum á hinum pólitíska velli, sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessa fullyrðingu er ýmislegt að athuga. Góð samstaða hefur verið í borgarstjórn Reykjavíkur um útrás í orkumálum. Þar hefur enginn ágreiningur verið milli Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Ekki heldur við Samfylkingu eða F-lista. Og þar til nú heldur ekki við Sjálfstæðisflokkinn, eða að minnsta kosti ekki við Orkuveituarm hans. Deilan snýst um sameiningu REI og einkafyrirtækisins Geysir Green Energy og hvernig staðið var að henni. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ákvað að taka á þessum álitaefnum af festu og fumleysi. Í fyrsta sinn í Íslandssögunni var stofnuð þverpólitísk nefnd til að skoða aðdraganda málsins og fá allar staðreyndir upp á borðið. Hvað hefur oft verið talað um slíkar nefndir, en ekkert orðið úr? Öll þessi vinna var sett af stað af heilindum og í því skyni að eyða tortryggni og auka traust. Ljóst er, að komi upp efasemdir um lögmæti undirbúnings og vinnubragða í samrunaferlinu verður að taka þau mál upp aftur. Sjálfur hef ég stungið upp á því að endurtaka eigendafund til að eyða vafa um fundarboðun og umboð borgarstjóra í málinu. Af sjálfu leiðir að þær ákvarðanir sem þar voru teknar, sæti þá að sama skapi endurskoðun og umræðu í samfélaginu. Orkuveita Reykjavíkur er sameign stórs hluta almennings í þessu landi. Það að hún fái að njóta vafans er sjálfsagt mál og í því er enginn ósigur fólginn fyrir mig, enda sannfæringin um möguleikana í útrásinni enn til staðar og raunar sem aldrei fyrr. Miklu fremur mætti halda því fram að í því felist enn frekari vísbending um að ég hafi ekkert að fela í málinu, en sé tilbúinn að skoða það frá öllum hliðum. Ósigurinn sem hefði fylgt því að fylgja ekki sannfæringu sinni, heldur keyra málið áfram og selja strax hlut almennings í REI til að lægja innbyrðis öldur í sundruðum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hefði hins vegar verið stór og sársaukafullur. Enda kom hann aldrei til álita. Og því fór sem fór. Höfundur er formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson skrifar: Pólitískt hópslys, kallar tímaritið Mannlíf þá katastrófu sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna eiddist út í. Þar er mörgum og áleitnum spurningum ósvarað," skrifaði Hrafn Jökulsson í dálki sínum íViðskiptablaðinu í gær. Og hann bætti við: „Sú áhugaverðasta er: Hvað dreif fólk áfram? Það dugir ekki að vísa í hugsjónir um að opinber fyrirtæki eigi ekki að makka á einkamarkaði. Sjálfstæðismenn stofnuðu REI."Er þetta ekki einmitt kjarni málsins? Á leiðarasíðu Fréttablaðsins á miðvikudag, bendir Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins, einmitt á þetta og rifjar upp gömul og ný ummæli Illuga Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, máli sínu til stuðnings. Upprifjunin er eðlileg og í raun mætti bæta við spurningum: Af hverju taldi Sjálfstæðisflokkurinn það í lagi fyrir stuttu síðan að fara í útrás á sviði orkumála, en telur það ekki lengur? Hvað hefur breyst síðan félagi minn í stjórn Orkuveitunnar og þáverandi stjórnarformaður, Guðlaugur Þór Þórðarson, tilkynnti að á vegum REI yrði farið í útrás ásamt einkaaðilum? Hvað hefur breyst síðan þáverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, skrifaði undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði jarðhitamála í Djíbútí? Eða er ætlunin að halda því fram nú að þetta hafi aðeins verið umboðslausir menn? Þorsteinn Pálsson, hinn ritstjóri Fréttablaðsins, fjallar um sömu álitaefni í forystugrein í gær. Gerir ritstjórinn því skóna í niðurlagi sínu að í þessum málum sé uppi slíkur grundvallarágreiningur millum Framsóknarflokks og Vinstri grænna í borgarstjórn að ósamrýmanlegt sé án einhvers meiriháttar uppgjörs. Með öðrum orðum: Niðurstaða náist ekki í málinu nema annaðhvort ég eða Svandís Svavarsdóttir lúti í gras, svo notað sé tungutak ritstjórans sem er auðvitað alvanur skylmingum á hinum pólitíska velli, sem fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessa fullyrðingu er ýmislegt að athuga. Góð samstaða hefur verið í borgarstjórn Reykjavíkur um útrás í orkumálum. Þar hefur enginn ágreiningur verið milli Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Ekki heldur við Samfylkingu eða F-lista. Og þar til nú heldur ekki við Sjálfstæðisflokkinn, eða að minnsta kosti ekki við Orkuveituarm hans. Deilan snýst um sameiningu REI og einkafyrirtækisins Geysir Green Energy og hvernig staðið var að henni. Nýr borgarstjórnarmeirihluti ákvað að taka á þessum álitaefnum af festu og fumleysi. Í fyrsta sinn í Íslandssögunni var stofnuð þverpólitísk nefnd til að skoða aðdraganda málsins og fá allar staðreyndir upp á borðið. Hvað hefur oft verið talað um slíkar nefndir, en ekkert orðið úr? Öll þessi vinna var sett af stað af heilindum og í því skyni að eyða tortryggni og auka traust. Ljóst er, að komi upp efasemdir um lögmæti undirbúnings og vinnubragða í samrunaferlinu verður að taka þau mál upp aftur. Sjálfur hef ég stungið upp á því að endurtaka eigendafund til að eyða vafa um fundarboðun og umboð borgarstjóra í málinu. Af sjálfu leiðir að þær ákvarðanir sem þar voru teknar, sæti þá að sama skapi endurskoðun og umræðu í samfélaginu. Orkuveita Reykjavíkur er sameign stórs hluta almennings í þessu landi. Það að hún fái að njóta vafans er sjálfsagt mál og í því er enginn ósigur fólginn fyrir mig, enda sannfæringin um möguleikana í útrásinni enn til staðar og raunar sem aldrei fyrr. Miklu fremur mætti halda því fram að í því felist enn frekari vísbending um að ég hafi ekkert að fela í málinu, en sé tilbúinn að skoða það frá öllum hliðum. Ósigurinn sem hefði fylgt því að fylgja ekki sannfæringu sinni, heldur keyra málið áfram og selja strax hlut almennings í REI til að lægja innbyrðis öldur í sundruðum borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins hefði hins vegar verið stór og sársaukafullur. Enda kom hann aldrei til álita. Og því fór sem fór. Höfundur er formaður borgarráðs.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar