Veikir þingið Þorsteinn Pálsson skrifar 20. október 2007 02:00 Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun