Veikir þingið Þorsteinn Pálsson skrifar 20. október 2007 02:00 Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar