Lífið

Líf Lohan sem raunveruleikaþáttur

Á þriðjudag hefst nýr raunveruleikaþáttur á E! Sjónvarpsstöðinni sem byggir á lífi Lohan-fjölskyldunnar. Aðalpersónurnar verða Dina, móðir Lindsey Lohan, og litla systirin Ali. Sjálf mun Lindsey svo koma fram í þáttunum af og til.

 

Dina Lohan er driffjöðurin á bakvið þáttinn en það hefur lengi verið draumur hennar að framleiða þátt þar sem hún er í sviðsljósinu. Hún segir að þátturinn muni fjalla um hvernig maður nái árangri og uppfyllir drauma barna sinna.

 

Sá orðrómur er í gangi í Hollywood að Dina óttist að verða týnd og tröllum gefin í draumaborginni nú þegar Lindsey er komin úr meðferð og hætt að vekja athygli á sér og fjölskyldu sinni með ýmsu vafasömu athæfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.