Viðskipti innlent

Jón Ásgeir til fundar við Pálma vegna FL Group

Pálmi Haraldsson eigandi Fons.
Pálmi Haraldsson eigandi Fons.

Eftir að óformlegum fundi helstu lykilstjórnenda og eigenda FL Goup sem haldinn var í höfuðstöðvum Baugs við Túngötu, lauk fyrr í kvöld hélt Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, rakleiðis til fundar við Pálma Haraldsson eiganda Fons.

Fundurinn fór fram á skrifstofu Pálma við Suðurgötu 22 en þar var rætt hvort, og eða hvernig, eigi að haga aðkomu Pálma að FL Group.

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group

Fyrirhugað er að auka við hlutafé FL Group og samkvæmt heimildum Vísis hefur Jón Ásgeir mikinn hug á því að fá Pálma til liðs við félagið.

Eins og greint hefur verið frá í dag og í gær mun Hannes Smárason láta af störfum sem forstjóri FL Group eftir slæmt gengi undanfarið. Búist er við því að aðstoðarforstjóri félagsins, hinn ungi Jón Sigurðsson, muni taka við.

Heimildamenn Vísis segja að þessi mál muni öll skýrast síðar í kvöld en þá verður haldinn stjórnarfundur í FL Group. Jafnvel er gert ráð fyrir að sá fundur muni standa langt fram á nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×