Hamilton sannfærður um að hann getur haldið forystunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. september 2007 10:44 Lewis Hamilton hefur nauma forystu í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1. Nordic Photos / Getty Images Þó svo að Fernando Alonso hafi haft betur í slagnum við félaga sinn hjá McLaren, Lewis Hamilton, í Belgíu um helgina segist sá síðarnefndi viss um að hann muni standa uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 mótaröðinni. "Ég hef engar áhyggjur. Fernando hefur staðið sig afar vel en mér finnst að það verði ekki tilfellið í síðustu þremur keppnunum," sagði Hamilton. Hamilton hefur tveggja stiga forystu á Alonso í stigakeppni ökuþóra. Í keppninni í Belgíu um helgina háðu þeir harða stöðubaráttu á fyrsta hring en eftir það náði Hamilton aldrei að ógna Alonso að ráði. "Hann er fljótari en ég á sumum brautum en ég fljótari en hann á öðrum. Ég krosslegg fingur að síðustu þrjár brautirnar verði mér hagstæðar. Ég þarf bara að bretta upp ermarnar." Næsta keppni fer fram í Japan þann 30. september á Fuji-brautinni. Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þó svo að Fernando Alonso hafi haft betur í slagnum við félaga sinn hjá McLaren, Lewis Hamilton, í Belgíu um helgina segist sá síðarnefndi viss um að hann muni standa uppi sem sigurvegari í Formúlu 1 mótaröðinni. "Ég hef engar áhyggjur. Fernando hefur staðið sig afar vel en mér finnst að það verði ekki tilfellið í síðustu þremur keppnunum," sagði Hamilton. Hamilton hefur tveggja stiga forystu á Alonso í stigakeppni ökuþóra. Í keppninni í Belgíu um helgina háðu þeir harða stöðubaráttu á fyrsta hring en eftir það náði Hamilton aldrei að ógna Alonso að ráði. "Hann er fljótari en ég á sumum brautum en ég fljótari en hann á öðrum. Ég krosslegg fingur að síðustu þrjár brautirnar verði mér hagstæðar. Ég þarf bara að bretta upp ermarnar." Næsta keppni fer fram í Japan þann 30. september á Fuji-brautinni.
Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira