Hvað er að gerast í Palestínu? 29. ágúst 2007 06:00 Langvarandi neyð Palestínumanna er vel þekkt en undanfarna mánuði hefur ástandið versnað og er áætlað að meirihluti Palestínumanna þurfi neyðaraðstoð. Á Vesturbakkanum hefur lífskjörum manna hrakað með efnahagslegum refsiaðgerðum Ísraelsmanna. Tilkoma múrsins og hundruða eftirlitsstöðva hafa gert fólki nær ómögulegt að starfa, leita sér þjónustu s.s. heilsugæslu eða sækja nám. Atvinnuleysi er þess vegna orðið allt að 70% og hefur fólk nánast enga möguleika á að afla sér annarra tekna. Um 20% Palestínumanna töldust undir fátæktarmörkum árið 1998, en nú, árið 2007, hefur þeim fjölgað í 78%. Manneskjur búa við lífskjör sem ekki eru mannsæmandi og margir hafa misst von um það að umheimurinn viðurkenni neyð þeirra og komi þeim til hjálpar. Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist neyðarbeiðni frá ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, vegna aðstæðna íbúa Palestínu. Til þess að mæta þessari þörf hefur Hjálparstarfið óskað eftir 15 milljóna króna stuðningi utanríkisráðuneytisins til þess að fjármagna þessa beiðni. ACT leggur áherslu á að gefa verst settu fjölskyldunum á Vesturbakkanum og Gaza mataraðstoð og mikil áhersla verður lögð á að styrkja heilbrigðisþjónustu á þessum svæðum. ACT ætlar að sinna heilsugæslu fyrir meira en 2.300 konur og börn á mánuði. Greiða á læknis- og lyfjakostnað fyrir 500 langtímasjúklinga. Í þeim hópi eru börn, konur og karlar sem þjást af öllu frá sykursýki til krabbameins og nú fá ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Hjálparstarf kirkjunnar álítur það skyldu sína að bregðast við neyð, að sýna náunganum kærleika hvar sem hann er staddur. Það felst ekki í okkar hlutverki né í okkar getu að hafa áhrif á deilur stjórnmálamanna. Við gefum hungruðum mat og þyrstum vatn. En að auki getum við Íslendingar með okkar stuðningi gefið íbúum Palestínu von um að þeir séu ekki einir, að við sjáum og viðurkennum neyð þeirra. Við gerum það með því að bregðast við neyðarbeiðni þeirra og koma þeim til hjálpar. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Langvarandi neyð Palestínumanna er vel þekkt en undanfarna mánuði hefur ástandið versnað og er áætlað að meirihluti Palestínumanna þurfi neyðaraðstoð. Á Vesturbakkanum hefur lífskjörum manna hrakað með efnahagslegum refsiaðgerðum Ísraelsmanna. Tilkoma múrsins og hundruða eftirlitsstöðva hafa gert fólki nær ómögulegt að starfa, leita sér þjónustu s.s. heilsugæslu eða sækja nám. Atvinnuleysi er þess vegna orðið allt að 70% og hefur fólk nánast enga möguleika á að afla sér annarra tekna. Um 20% Palestínumanna töldust undir fátæktarmörkum árið 1998, en nú, árið 2007, hefur þeim fjölgað í 78%. Manneskjur búa við lífskjör sem ekki eru mannsæmandi og margir hafa misst von um það að umheimurinn viðurkenni neyð þeirra og komi þeim til hjálpar. Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist neyðarbeiðni frá ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, vegna aðstæðna íbúa Palestínu. Til þess að mæta þessari þörf hefur Hjálparstarfið óskað eftir 15 milljóna króna stuðningi utanríkisráðuneytisins til þess að fjármagna þessa beiðni. ACT leggur áherslu á að gefa verst settu fjölskyldunum á Vesturbakkanum og Gaza mataraðstoð og mikil áhersla verður lögð á að styrkja heilbrigðisþjónustu á þessum svæðum. ACT ætlar að sinna heilsugæslu fyrir meira en 2.300 konur og börn á mánuði. Greiða á læknis- og lyfjakostnað fyrir 500 langtímasjúklinga. Í þeim hópi eru börn, konur og karlar sem þjást af öllu frá sykursýki til krabbameins og nú fá ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Hjálparstarf kirkjunnar álítur það skyldu sína að bregðast við neyð, að sýna náunganum kærleika hvar sem hann er staddur. Það felst ekki í okkar hlutverki né í okkar getu að hafa áhrif á deilur stjórnmálamanna. Við gefum hungruðum mat og þyrstum vatn. En að auki getum við Íslendingar með okkar stuðningi gefið íbúum Palestínu von um að þeir séu ekki einir, að við sjáum og viðurkennum neyð þeirra. Við gerum það með því að bregðast við neyðarbeiðni þeirra og koma þeim til hjálpar. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun