Hvað er að gerast í Palestínu? 29. ágúst 2007 06:00 Langvarandi neyð Palestínumanna er vel þekkt en undanfarna mánuði hefur ástandið versnað og er áætlað að meirihluti Palestínumanna þurfi neyðaraðstoð. Á Vesturbakkanum hefur lífskjörum manna hrakað með efnahagslegum refsiaðgerðum Ísraelsmanna. Tilkoma múrsins og hundruða eftirlitsstöðva hafa gert fólki nær ómögulegt að starfa, leita sér þjónustu s.s. heilsugæslu eða sækja nám. Atvinnuleysi er þess vegna orðið allt að 70% og hefur fólk nánast enga möguleika á að afla sér annarra tekna. Um 20% Palestínumanna töldust undir fátæktarmörkum árið 1998, en nú, árið 2007, hefur þeim fjölgað í 78%. Manneskjur búa við lífskjör sem ekki eru mannsæmandi og margir hafa misst von um það að umheimurinn viðurkenni neyð þeirra og komi þeim til hjálpar. Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist neyðarbeiðni frá ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, vegna aðstæðna íbúa Palestínu. Til þess að mæta þessari þörf hefur Hjálparstarfið óskað eftir 15 milljóna króna stuðningi utanríkisráðuneytisins til þess að fjármagna þessa beiðni. ACT leggur áherslu á að gefa verst settu fjölskyldunum á Vesturbakkanum og Gaza mataraðstoð og mikil áhersla verður lögð á að styrkja heilbrigðisþjónustu á þessum svæðum. ACT ætlar að sinna heilsugæslu fyrir meira en 2.300 konur og börn á mánuði. Greiða á læknis- og lyfjakostnað fyrir 500 langtímasjúklinga. Í þeim hópi eru börn, konur og karlar sem þjást af öllu frá sykursýki til krabbameins og nú fá ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Hjálparstarf kirkjunnar álítur það skyldu sína að bregðast við neyð, að sýna náunganum kærleika hvar sem hann er staddur. Það felst ekki í okkar hlutverki né í okkar getu að hafa áhrif á deilur stjórnmálamanna. Við gefum hungruðum mat og þyrstum vatn. En að auki getum við Íslendingar með okkar stuðningi gefið íbúum Palestínu von um að þeir séu ekki einir, að við sjáum og viðurkennum neyð þeirra. Við gerum það með því að bregðast við neyðarbeiðni þeirra og koma þeim til hjálpar. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Langvarandi neyð Palestínumanna er vel þekkt en undanfarna mánuði hefur ástandið versnað og er áætlað að meirihluti Palestínumanna þurfi neyðaraðstoð. Á Vesturbakkanum hefur lífskjörum manna hrakað með efnahagslegum refsiaðgerðum Ísraelsmanna. Tilkoma múrsins og hundruða eftirlitsstöðva hafa gert fólki nær ómögulegt að starfa, leita sér þjónustu s.s. heilsugæslu eða sækja nám. Atvinnuleysi er þess vegna orðið allt að 70% og hefur fólk nánast enga möguleika á að afla sér annarra tekna. Um 20% Palestínumanna töldust undir fátæktarmörkum árið 1998, en nú, árið 2007, hefur þeim fjölgað í 78%. Manneskjur búa við lífskjör sem ekki eru mannsæmandi og margir hafa misst von um það að umheimurinn viðurkenni neyð þeirra og komi þeim til hjálpar. Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist neyðarbeiðni frá ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, vegna aðstæðna íbúa Palestínu. Til þess að mæta þessari þörf hefur Hjálparstarfið óskað eftir 15 milljóna króna stuðningi utanríkisráðuneytisins til þess að fjármagna þessa beiðni. ACT leggur áherslu á að gefa verst settu fjölskyldunum á Vesturbakkanum og Gaza mataraðstoð og mikil áhersla verður lögð á að styrkja heilbrigðisþjónustu á þessum svæðum. ACT ætlar að sinna heilsugæslu fyrir meira en 2.300 konur og börn á mánuði. Greiða á læknis- og lyfjakostnað fyrir 500 langtímasjúklinga. Í þeim hópi eru börn, konur og karlar sem þjást af öllu frá sykursýki til krabbameins og nú fá ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Hjálparstarf kirkjunnar álítur það skyldu sína að bregðast við neyð, að sýna náunganum kærleika hvar sem hann er staddur. Það felst ekki í okkar hlutverki né í okkar getu að hafa áhrif á deilur stjórnmálamanna. Við gefum hungruðum mat og þyrstum vatn. En að auki getum við Íslendingar með okkar stuðningi gefið íbúum Palestínu von um að þeir séu ekki einir, að við sjáum og viðurkennum neyð þeirra. Við gerum það með því að bregðast við neyðarbeiðni þeirra og koma þeim til hjálpar. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun