Hvað er að gerast í Palestínu? 29. ágúst 2007 06:00 Langvarandi neyð Palestínumanna er vel þekkt en undanfarna mánuði hefur ástandið versnað og er áætlað að meirihluti Palestínumanna þurfi neyðaraðstoð. Á Vesturbakkanum hefur lífskjörum manna hrakað með efnahagslegum refsiaðgerðum Ísraelsmanna. Tilkoma múrsins og hundruða eftirlitsstöðva hafa gert fólki nær ómögulegt að starfa, leita sér þjónustu s.s. heilsugæslu eða sækja nám. Atvinnuleysi er þess vegna orðið allt að 70% og hefur fólk nánast enga möguleika á að afla sér annarra tekna. Um 20% Palestínumanna töldust undir fátæktarmörkum árið 1998, en nú, árið 2007, hefur þeim fjölgað í 78%. Manneskjur búa við lífskjör sem ekki eru mannsæmandi og margir hafa misst von um það að umheimurinn viðurkenni neyð þeirra og komi þeim til hjálpar. Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist neyðarbeiðni frá ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, vegna aðstæðna íbúa Palestínu. Til þess að mæta þessari þörf hefur Hjálparstarfið óskað eftir 15 milljóna króna stuðningi utanríkisráðuneytisins til þess að fjármagna þessa beiðni. ACT leggur áherslu á að gefa verst settu fjölskyldunum á Vesturbakkanum og Gaza mataraðstoð og mikil áhersla verður lögð á að styrkja heilbrigðisþjónustu á þessum svæðum. ACT ætlar að sinna heilsugæslu fyrir meira en 2.300 konur og börn á mánuði. Greiða á læknis- og lyfjakostnað fyrir 500 langtímasjúklinga. Í þeim hópi eru börn, konur og karlar sem þjást af öllu frá sykursýki til krabbameins og nú fá ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Hjálparstarf kirkjunnar álítur það skyldu sína að bregðast við neyð, að sýna náunganum kærleika hvar sem hann er staddur. Það felst ekki í okkar hlutverki né í okkar getu að hafa áhrif á deilur stjórnmálamanna. Við gefum hungruðum mat og þyrstum vatn. En að auki getum við Íslendingar með okkar stuðningi gefið íbúum Palestínu von um að þeir séu ekki einir, að við sjáum og viðurkennum neyð þeirra. Við gerum það með því að bregðast við neyðarbeiðni þeirra og koma þeim til hjálpar. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Langvarandi neyð Palestínumanna er vel þekkt en undanfarna mánuði hefur ástandið versnað og er áætlað að meirihluti Palestínumanna þurfi neyðaraðstoð. Á Vesturbakkanum hefur lífskjörum manna hrakað með efnahagslegum refsiaðgerðum Ísraelsmanna. Tilkoma múrsins og hundruða eftirlitsstöðva hafa gert fólki nær ómögulegt að starfa, leita sér þjónustu s.s. heilsugæslu eða sækja nám. Atvinnuleysi er þess vegna orðið allt að 70% og hefur fólk nánast enga möguleika á að afla sér annarra tekna. Um 20% Palestínumanna töldust undir fátæktarmörkum árið 1998, en nú, árið 2007, hefur þeim fjölgað í 78%. Manneskjur búa við lífskjör sem ekki eru mannsæmandi og margir hafa misst von um það að umheimurinn viðurkenni neyð þeirra og komi þeim til hjálpar. Hjálparstarfi kirkjunnar hefur borist neyðarbeiðni frá ACT/Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, vegna aðstæðna íbúa Palestínu. Til þess að mæta þessari þörf hefur Hjálparstarfið óskað eftir 15 milljóna króna stuðningi utanríkisráðuneytisins til þess að fjármagna þessa beiðni. ACT leggur áherslu á að gefa verst settu fjölskyldunum á Vesturbakkanum og Gaza mataraðstoð og mikil áhersla verður lögð á að styrkja heilbrigðisþjónustu á þessum svæðum. ACT ætlar að sinna heilsugæslu fyrir meira en 2.300 konur og börn á mánuði. Greiða á læknis- og lyfjakostnað fyrir 500 langtímasjúklinga. Í þeim hópi eru börn, konur og karlar sem þjást af öllu frá sykursýki til krabbameins og nú fá ekki lífsnauðsynlega þjónustu. Hjálparstarf kirkjunnar álítur það skyldu sína að bregðast við neyð, að sýna náunganum kærleika hvar sem hann er staddur. Það felst ekki í okkar hlutverki né í okkar getu að hafa áhrif á deilur stjórnmálamanna. Við gefum hungruðum mat og þyrstum vatn. En að auki getum við Íslendingar með okkar stuðningi gefið íbúum Palestínu von um að þeir séu ekki einir, að við sjáum og viðurkennum neyð þeirra. Við gerum það með því að bregðast við neyðarbeiðni þeirra og koma þeim til hjálpar. Höfundur er verkefnastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun