Erlendir hluthafar horfnir úr eigendahópi Straums 29. ágúst 2007 05:30 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Svo virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem stóðu meðal annars að kaupum á 22,6 prósentum hlutafjár í Straumi-Burðarási af FL Group í desember á síðasta ári séu að mestu eða öllu leyti farnir út úr hluthafahópi Straums þrátt fyrir yfirlýsta stefnu félagsins að laða útlendinga að eigendahópi félagsins. Meðal þeirra fjárfesta sem keyptu bréfin af FL voru tveir bandarískir fagfjárfestar sem eignuðust um tveggja prósenta hlut eins og kom fram í Fréttablaðinu þegar gengið frá viðskiptunum. Meðal hluthafa sem komu inn á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa voru Criollo S.A., Omricon Association S.A. og Visgan Corp sem hver um sig átti 1,68 prósenta hlut í bankanum um síðustu áramót. Þessir þrír aðilar féllu út af lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins í febrúar og virðist sem Landsbankinn í Luxembourg hafi tekið við þessum bréfum. Straumur-Burðarás keypti sjálfur átta prósent af eigin bréfum á genginu 18 krónur á hlut þegar FL fór að mestu út úr félaginu. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums, sagði þá að félagið myndi ekki eiga eigin bréf til langs tíma; þeim yrði annaðhvort miðlað út til áhrifafjárfesta eða stærri hóps fjárfesta. Mikil gagnrýni hefur beinst að félaginu eftir að að stór hluti þessara eigin bréfa var seldur á dögunum til erlendra fjárfesta og hefur félagið verið sakað um að selja bréfin á undirverði. Straumur hagnaðist lítillega við söluna sem fór fram á genginu 18,6 krónur á hlut en hluturinn endaði í 19,6 krónum þann sama dag og greint var frá sölu eigin bréfa. Forsvarsmenn félagsins hafa bent á að sala á bréfunum hafi farið fram á markaðsverði þess tíma og farið hafi verið í einu og öllu eftir settum reglum um upplýsingagjöf á markaði, til dæmis hvað varðar flöggunarskyldu. Már Másson, upplýsingafulltrúi FME, segir að eftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum frá Straumi vegna nýlegra viðskipta með eigin bréf. „Þetta verður bara skoðað, með tilliti til annars vegar virkra eignarhluta og hins vegar þess sem snýr að flöggunarskyldunni.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Svo virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem stóðu meðal annars að kaupum á 22,6 prósentum hlutafjár í Straumi-Burðarási af FL Group í desember á síðasta ári séu að mestu eða öllu leyti farnir út úr hluthafahópi Straums þrátt fyrir yfirlýsta stefnu félagsins að laða útlendinga að eigendahópi félagsins. Meðal þeirra fjárfesta sem keyptu bréfin af FL voru tveir bandarískir fagfjárfestar sem eignuðust um tveggja prósenta hlut eins og kom fram í Fréttablaðinu þegar gengið frá viðskiptunum. Meðal hluthafa sem komu inn á lista yfir tuttugu stærstu hluthafa voru Criollo S.A., Omricon Association S.A. og Visgan Corp sem hver um sig átti 1,68 prósenta hlut í bankanum um síðustu áramót. Þessir þrír aðilar féllu út af lista yfir tuttugu stærstu hluthafa félagsins í febrúar og virðist sem Landsbankinn í Luxembourg hafi tekið við þessum bréfum. Straumur-Burðarás keypti sjálfur átta prósent af eigin bréfum á genginu 18 krónur á hlut þegar FL fór að mestu út úr félaginu. Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums, sagði þá að félagið myndi ekki eiga eigin bréf til langs tíma; þeim yrði annaðhvort miðlað út til áhrifafjárfesta eða stærri hóps fjárfesta. Mikil gagnrýni hefur beinst að félaginu eftir að að stór hluti þessara eigin bréfa var seldur á dögunum til erlendra fjárfesta og hefur félagið verið sakað um að selja bréfin á undirverði. Straumur hagnaðist lítillega við söluna sem fór fram á genginu 18,6 krónur á hlut en hluturinn endaði í 19,6 krónum þann sama dag og greint var frá sölu eigin bréfa. Forsvarsmenn félagsins hafa bent á að sala á bréfunum hafi farið fram á markaðsverði þess tíma og farið hafi verið í einu og öllu eftir settum reglum um upplýsingagjöf á markaði, til dæmis hvað varðar flöggunarskyldu. Már Másson, upplýsingafulltrúi FME, segir að eftirlitið hafi óskað eftir upplýsingum frá Straumi vegna nýlegra viðskipta með eigin bréf. „Þetta verður bara skoðað, með tilliti til annars vegar virkra eignarhluta og hins vegar þess sem snýr að flöggunarskyldunni.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira