Uppgjör HK og Vals í Digranesi 31. mars 2007 11:00 Leikur liðanna hefst klukkan 16.15 Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum. Olís-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum.
Olís-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita