Innlent

Oddný tekur sæti Stefáns

Oddný Sturludóttir
Oddný Sturludóttir

Oddný Sturludóttir Samfylkingunni hefur tekið sæti sem aðalmaður í borgarstjórn Reykjavíkur. Leysir hún Stefán Jón Hafstein af hólmi en hann er á leið til starfa í Namibíu.

Oddný tekur jafnframt sæti Stefáns Jóns í menntaráði og menningar- og ferðamálaráði og hverfur úr skipulagsráði og velferðarráði. Setjast Stefán Benediktsson og Stefán Jóhann Stefánsson í þau sæti.

Dagur B. Eggertsson tekur sæti Stefáns Jóns í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur en hverfur um leið úr stjórn Faxaflóahafna. Sæti hans þar tekur Steinunn Valdís Óskars-dóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×