Innlent

Reykingabann tekur gildi á morgun

Lög um reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum á landinu tekur gildi á morgun. Ekki verður heimilt að reykja á sérstökum reyksvæðum innandyra en leyfilegt er að setja upp reykskýli utandyra.

Ölstofa Kormáks og Skjaldar hyggst höfða mál gegn ríkinu vegna málsins. Lögmaður Ölstofunnar, hefur í tvígang sent ríkislögmanni bréf og óskað eftir afstöðu hans til meints brots á meðalhófsreglu stjórnskipunarréttarins, sem forsvarsmenn Ölstofu telja felast í undantekningalausu reykingabanni á skemmtistöðum.

Ríkislögmaður telur það ekki hlutverk sitt að gefa lögfræðilegt álit á þessum efnum. Lögmaður Ölstofunnar segir það misskilning hjá ríkislögmanni, alþekkt sé að leitað sé afstöðu hans vegna mála er höfða eigi gegn ríkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×