Að greinast með ADHD 15. febrúar 2007 05:00 Síðastliðið haust hefur verið skrifað margt um skólamál í dagblöðum og öðrum ritum. Þar á meðal hefur verið rætt um hversu greiningar á börnum séu óþarfar vegna þess að kennarar barnanna viti hvort eð er hvað sé að og með kolrangri nálgun. Úrræðaleysi og uppgjöf vegna þess að það væri undir sérfræðingunum komið, sem greina börnin hvert framhaldið yrði fyrir þessi börn sem greindust með ADHD. Rannsókn sem var gerð fyrir Menntasviðið í Reykjavík af Ingvari Sigurgeirssyni, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, og Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra hjá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands, sýndi fram á að gott samstarf einkenndu bestu skólana. En hefur verið lagt mat á samstarf við foreldra ADHD-barna? Hvernig er hægt að leita úrlausna þegar ekki er vitað hvert er vandamálið? Eru kennarar og aðrir starfsmenn hæfir, sem vinna með börn með raskanir á borð við félagsfælni, ADHD, þunglyndi eða kvíðaraskanir, til að meta hegðun barnanna og vinna með barnið út frá því án viðurkennds greiningamats sem er framkvæmt af sérfræðingum sem hafa sérhæft sig í viðkomandi röskun? Mér finnst að fjölskyldu minni vegið, en við erum öll með ADHD, miðað við hvaða farveg umræðan hefur tekið því lausnin liggur ekki alltaf í að sérfræðingarnir segi okkur hvað eigi að gera þótt þeir framkvæmi greiningarnar því þær eru nauðsynlegar. Um leið og greining liggur fyrir þá breytist oft viðhorf fólks til sjálfs síns og það fer að sjá sjálft sig í nýju ljósi og allt þess gildismat breytist. Það gefur einstaklingunum aðra möguleika að kynnast sér á þann hátt sem þeir eiga skilið, af umburðarlyndi og kærleik ekki af dómhörku sem þeir hafa alist upp við kannski í mörg ár. Röskunin kemur sterkast fram í hegðun sem er ekki viðurkennd af umhverfinu þegar það er pressað á að ADHD-einstaklingarnir fari sömu leið og aðrir í námsferlinu en heilinn ræður ekki við það. Pressan veldur því að athyglin brestur við að uppfylla kröfurnar frá umhverfinu og jafnaðargeð einstaklingsins fer úr jafnvægi því álagið er of mikið. Líkaminn fer á ið því að einstaklingurinn getur ekki einbeitt sér ef hann situr kyrr. Skynfærin þurfa örvun t.d. tónlist við verkefnavinnu, til að heilinn nái að vinna úr efninu, en það er einstaklingsbundið hvað það er sem örvar. Það getur heft námið með því að taka ekki tillit til þess. Það má ekki gleyma því að ADHD-barn er alveg hæft til að meta við hvaða aðstæður það lærir best því það er nefnilega ekki ónýt vara heldur hæfileikaríkur og flottur einstaklingur. Það ferli getur tekið tíma og krefst mikillar þolinmæði að kynnast sjálfum sér og einkennum sem koma fram en það eykur svo sjálfstraust og vellíðan. ADD Coaching Academy í New York þar sem ég er í námi að læra ADHD Coaching leggur höfuð-áherslu á að hæfileikar og styrkleikar ADHD-einstaklinganna fái að njóta sín og hætt verði að einblína á það sem þeir geta ekki. Fjölbreytni í skólastarfi, með fleiri námsleiðir í boði heldur en tíðkast í dag, gerir einstaklingunum mögulegt að sækja það nám sem hentar þeim og þar sem styrkleikar þeirra fá að njóta sín frá upphafi því það er undirstaða þess að þeim vegni vel í námi. Einkennin sem áður hefðu truflað kennslu gætu reynst ómetanlegur hæfileiki líkt og Ned Hallowell orðar svo flott: „Creativity is impulsivity gone right" - eða hvatvísi er forsenda sköpunargáfu. Þegar horft er út frá því að ógreind börn með ADHD eru oft ekki umborin vegna hegðunarinnar og er þá talað um að agavandamál sé komið upp og þau eigi að læra að hlýða með löngu úreltum aðferðum sem er löngu tímabært að endurskoða og henda jafnvel út. Vanþekking og skilningsleysi á hvað hindrar athyglina hjálpar ekki ADHD-börnum og unglingum að sættast við sjálf sig og takast á við þau vandamál sem koma upp. Hver er ávinningurinn af úreltum kennsluaðferðum sem miðast við að sitja kyrr allan daginn og steypa alla í sama mót þegar það er hægt að gera svo margt sem eflir einstaklinga með ADHD og þeir gætu gefið samfélaginu til baka í staðinn? Sjáið bara Dorrit Moussaieff forsetafrú hversu langt hún hefur náð þrátt fyrir lesblindu, einbeitingarörðugleika og hvatvísi? Væri það ekki frábært að sjá ADHD-börnin okkar ná markmiðum sínum og upplifa það sem þau dreymir um? Höfundur er ADHD-coach og leikskólakennari. Email Kristjönu er: adhdcoach@simnet.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Síðastliðið haust hefur verið skrifað margt um skólamál í dagblöðum og öðrum ritum. Þar á meðal hefur verið rætt um hversu greiningar á börnum séu óþarfar vegna þess að kennarar barnanna viti hvort eð er hvað sé að og með kolrangri nálgun. Úrræðaleysi og uppgjöf vegna þess að það væri undir sérfræðingunum komið, sem greina börnin hvert framhaldið yrði fyrir þessi börn sem greindust með ADHD. Rannsókn sem var gerð fyrir Menntasviðið í Reykjavík af Ingvari Sigurgeirssyni, prófessor við Kennaraháskóla Íslands, og Ingibjörgu Kaldalóns, verkefnisstjóra hjá Rannsóknastofnun Kennaraháskóla Íslands, sýndi fram á að gott samstarf einkenndu bestu skólana. En hefur verið lagt mat á samstarf við foreldra ADHD-barna? Hvernig er hægt að leita úrlausna þegar ekki er vitað hvert er vandamálið? Eru kennarar og aðrir starfsmenn hæfir, sem vinna með börn með raskanir á borð við félagsfælni, ADHD, þunglyndi eða kvíðaraskanir, til að meta hegðun barnanna og vinna með barnið út frá því án viðurkennds greiningamats sem er framkvæmt af sérfræðingum sem hafa sérhæft sig í viðkomandi röskun? Mér finnst að fjölskyldu minni vegið, en við erum öll með ADHD, miðað við hvaða farveg umræðan hefur tekið því lausnin liggur ekki alltaf í að sérfræðingarnir segi okkur hvað eigi að gera þótt þeir framkvæmi greiningarnar því þær eru nauðsynlegar. Um leið og greining liggur fyrir þá breytist oft viðhorf fólks til sjálfs síns og það fer að sjá sjálft sig í nýju ljósi og allt þess gildismat breytist. Það gefur einstaklingunum aðra möguleika að kynnast sér á þann hátt sem þeir eiga skilið, af umburðarlyndi og kærleik ekki af dómhörku sem þeir hafa alist upp við kannski í mörg ár. Röskunin kemur sterkast fram í hegðun sem er ekki viðurkennd af umhverfinu þegar það er pressað á að ADHD-einstaklingarnir fari sömu leið og aðrir í námsferlinu en heilinn ræður ekki við það. Pressan veldur því að athyglin brestur við að uppfylla kröfurnar frá umhverfinu og jafnaðargeð einstaklingsins fer úr jafnvægi því álagið er of mikið. Líkaminn fer á ið því að einstaklingurinn getur ekki einbeitt sér ef hann situr kyrr. Skynfærin þurfa örvun t.d. tónlist við verkefnavinnu, til að heilinn nái að vinna úr efninu, en það er einstaklingsbundið hvað það er sem örvar. Það getur heft námið með því að taka ekki tillit til þess. Það má ekki gleyma því að ADHD-barn er alveg hæft til að meta við hvaða aðstæður það lærir best því það er nefnilega ekki ónýt vara heldur hæfileikaríkur og flottur einstaklingur. Það ferli getur tekið tíma og krefst mikillar þolinmæði að kynnast sjálfum sér og einkennum sem koma fram en það eykur svo sjálfstraust og vellíðan. ADD Coaching Academy í New York þar sem ég er í námi að læra ADHD Coaching leggur höfuð-áherslu á að hæfileikar og styrkleikar ADHD-einstaklinganna fái að njóta sín og hætt verði að einblína á það sem þeir geta ekki. Fjölbreytni í skólastarfi, með fleiri námsleiðir í boði heldur en tíðkast í dag, gerir einstaklingunum mögulegt að sækja það nám sem hentar þeim og þar sem styrkleikar þeirra fá að njóta sín frá upphafi því það er undirstaða þess að þeim vegni vel í námi. Einkennin sem áður hefðu truflað kennslu gætu reynst ómetanlegur hæfileiki líkt og Ned Hallowell orðar svo flott: „Creativity is impulsivity gone right" - eða hvatvísi er forsenda sköpunargáfu. Þegar horft er út frá því að ógreind börn með ADHD eru oft ekki umborin vegna hegðunarinnar og er þá talað um að agavandamál sé komið upp og þau eigi að læra að hlýða með löngu úreltum aðferðum sem er löngu tímabært að endurskoða og henda jafnvel út. Vanþekking og skilningsleysi á hvað hindrar athyglina hjálpar ekki ADHD-börnum og unglingum að sættast við sjálf sig og takast á við þau vandamál sem koma upp. Hver er ávinningurinn af úreltum kennsluaðferðum sem miðast við að sitja kyrr allan daginn og steypa alla í sama mót þegar það er hægt að gera svo margt sem eflir einstaklinga með ADHD og þeir gætu gefið samfélaginu til baka í staðinn? Sjáið bara Dorrit Moussaieff forsetafrú hversu langt hún hefur náð þrátt fyrir lesblindu, einbeitingarörðugleika og hvatvísi? Væri það ekki frábært að sjá ADHD-börnin okkar ná markmiðum sínum og upplifa það sem þau dreymir um? Höfundur er ADHD-coach og leikskólakennari. Email Kristjönu er: adhdcoach@simnet.is
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar