Viðskipti innlent

SPK í nýjar höfuðstöðvar

Carl H. Erlingsson. SPK flytur höfuðstöðvarnar í Hamraborg úr Hlíðasmára á næsta ári.
Carl H. Erlingsson. SPK flytur höfuðstöðvarnar í Hamraborg úr Hlíðasmára á næsta ári.

Sparisjóður Kópavogs hefur fest kaup á stóru húsnæði sem er í byggingu við Digranesveg 1 og ætlar að flytja höfuðstöðvar sínar úr Hlíðasmáranum á þessu ári.

„Hugsunin er sú að koma sparisjóðnum í framtíðarhúsnæði á toppstað í Kópavoginum,“ segir Carl H. Erlingsson, sparisjóðsstjóri SPK.

Tölvumiðstöð sparisjóðanna hefur keypt húsnæði SPK í Hlíðasmáranum en ætlunin er að reka þar áfram bankaafgreiðslu. Sparisjóðurinn rekur einnig stórt útibú við Digranesveg sem verður aö öllum líkindum selt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×