Hlutabréfavelta ellefufaldast frá árinu 2000 3. janúar 2007 06:45 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Velta á hlutabréfamarkaði nam 2.192 milljörðum króna á árinu sem var að enda. Þetta var algjört metár í sögu innlends hlutabréfamarkaðar. Veltan hefur ellefufaldast frá aldamótaárinu þegar hún nam tæpum tvö hundruð milljörðum króna og var 82 prósentum meiri en árið 2005. Mestur þunginn lá í viðskiptum með bréf í bönkum og fjármálatengdum fyrirtækjum, eða alls fyrir 1.580 milljarða króna. Velta í hlutabréfum í desember var um 357 milljarðar króna sem er metmánuður í sögu Kauphallarinnar. Áður höfðu mest viðskipti átt sér stað í janúar 2006 eða 334 milljarðar króna. Úrvalsvísitalan hækkaði fimmta árið í röð, eða um 15,8 prósent, sem er svipuð hækkun og árið 2002. Var lokagildi hennar 6.410 stig í árslok en fór hæst í tæp sjö þúsund stig á mjög sveiflukenndu ári. Árið 2006 hófst með miklum látum sem komu í framhaldi af miklum hækkunum í árslok 2005. Eftir að Fitch breytti horfum á íslenska hagkerfinu úr stöðugum í neikvæðar tóku hlutabréf og krónan að falla og hélst sú lækkun fram á sumar. Hlutabréfamarkaðurinn tók svo að rétta úr kútnum í ágúst og hækkaði hratt á þriðja ársfjórðungi. Hækkun Úrvalsvísitölunnar á síðasta ári er þó ekkert í líkingu við hækkunarárin 2003-2005 þegar Úrvalsvísitalan rauk upp um meira en 56 prósent á hverju ári, þar af um rúm 64 prósent metárið 2005. Frá ársbyrjun 2002 hefur Úrvalsvísitalan því hækkað um 460 prósent. Í fyrsta skipti á síðustu árum hækkaði ekkert félag um eitt hundrað prósent innan ársins. TM hækkaði mest allra félaga á nýliðnu ári, eða um 39,6 prósent. HB Grandi, Glitnir og FL Group sýndu einnig yfir þrjátíu prósenta ávöxtun. Til samanburðar tvöfaldaðist gengi þriggja Kauphallarfélaga á árinu 2005 en þetta voru Landsbankinn, Bakkavör og FL Group. Árið 2002 hækkuðu mest bréf í Flugleiðum um 174 prósent og Pharmaco var hástökkvarinn árið 2003 með 182 prósenta ávöxtun. Atorka var svo sigurvegarinn árið 2004 með yfir 238 prósenta ávöxtun. Flaga Group var það fyrirtæki sem lækkaði mest á síðasta ári, eða um 43,2 prósent. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Velta á hlutabréfamarkaði nam 2.192 milljörðum króna á árinu sem var að enda. Þetta var algjört metár í sögu innlends hlutabréfamarkaðar. Veltan hefur ellefufaldast frá aldamótaárinu þegar hún nam tæpum tvö hundruð milljörðum króna og var 82 prósentum meiri en árið 2005. Mestur þunginn lá í viðskiptum með bréf í bönkum og fjármálatengdum fyrirtækjum, eða alls fyrir 1.580 milljarða króna. Velta í hlutabréfum í desember var um 357 milljarðar króna sem er metmánuður í sögu Kauphallarinnar. Áður höfðu mest viðskipti átt sér stað í janúar 2006 eða 334 milljarðar króna. Úrvalsvísitalan hækkaði fimmta árið í röð, eða um 15,8 prósent, sem er svipuð hækkun og árið 2002. Var lokagildi hennar 6.410 stig í árslok en fór hæst í tæp sjö þúsund stig á mjög sveiflukenndu ári. Árið 2006 hófst með miklum látum sem komu í framhaldi af miklum hækkunum í árslok 2005. Eftir að Fitch breytti horfum á íslenska hagkerfinu úr stöðugum í neikvæðar tóku hlutabréf og krónan að falla og hélst sú lækkun fram á sumar. Hlutabréfamarkaðurinn tók svo að rétta úr kútnum í ágúst og hækkaði hratt á þriðja ársfjórðungi. Hækkun Úrvalsvísitölunnar á síðasta ári er þó ekkert í líkingu við hækkunarárin 2003-2005 þegar Úrvalsvísitalan rauk upp um meira en 56 prósent á hverju ári, þar af um rúm 64 prósent metárið 2005. Frá ársbyrjun 2002 hefur Úrvalsvísitalan því hækkað um 460 prósent. Í fyrsta skipti á síðustu árum hækkaði ekkert félag um eitt hundrað prósent innan ársins. TM hækkaði mest allra félaga á nýliðnu ári, eða um 39,6 prósent. HB Grandi, Glitnir og FL Group sýndu einnig yfir þrjátíu prósenta ávöxtun. Til samanburðar tvöfaldaðist gengi þriggja Kauphallarfélaga á árinu 2005 en þetta voru Landsbankinn, Bakkavör og FL Group. Árið 2002 hækkuðu mest bréf í Flugleiðum um 174 prósent og Pharmaco var hástökkvarinn árið 2003 með 182 prósenta ávöxtun. Atorka var svo sigurvegarinn árið 2004 með yfir 238 prósenta ávöxtun. Flaga Group var það fyrirtæki sem lækkaði mest á síðasta ári, eða um 43,2 prósent.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira