Viðskipti innlent

Lítill afli

Heildarafli íslenskra skipa í fyrra hefur ekki verið minni síðan árið 1991.
Heildarafli íslenskra skipa í fyrra hefur ekki verið minni síðan árið 1991. MYND/Vilhelm

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nam 1,3 milljónum lesta á síðasta ári en hann hefur ekki verið minni síðan árið 1991 þegar hann var rétt rúm milljón lestir, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu.

Botnfiskaflinn jókst um 9.000 lestir frá síðasta ári en uppsjávartegundir minnkuðu samtals um 345.000 lestir.

Þá nam rækjuaflinn í fyrra einungis 3.000 lestum og hefur hann ekki verið minni í tæp 40 ár. Þá nam humaraflinn 2 þúsundum lesta og er hann óbreyttur síðastliðin þrjú ár. Engar hörpudiskveiðar voru á árinu, að sögn Fiskistofu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×