Viðskipti innlent

Fiskmarkaður Suðurnesja eignast 5% í SpKef.

Frá Reykjanesbæ Fiskmarkaður Suðurnesja hefur eignast fimm prósent stofnfjár í SpKef af Hitaveitu Suðurnesja.
Frá Reykjanesbæ Fiskmarkaður Suðurnesja hefur eignast fimm prósent stofnfjár í SpKef af Hitaveitu Suðurnesja.

Töluverð viðskipti voru með stofnfé í Sparisjóðnum í Keflavík fyrir áramót og má ætla að gengi stofnfjárbréfa hafi hækkað um þriðjung í desember. Markaðsvirði sparisjóðsins er komið yfir ellefu milljarða króna.

Meðal stórra kaupenda var Fiskmarkaður Suðurnesja sem keypti fimm prósenta hlut í SpKef af Hitaveitu Suðurnesja fyrir tæpan hálfan milljarð króna. Meðal stjórnenda FMS er Þorsteinn Erlingsson, varaformaður stjórnar SpKef.

Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að SPV hefði eignast fimm prósenta hlut í sparisjóðnum af lífeyrissjóðnum Festu.

Þá seldi Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur 1,45 prósenta hlut til félags í eigu stjórnenda ÍAV. Gengið í viðskiptunum mun hafa verið 8,7 en til samanburðar keypti SPV á 8,2.

Vel tókst til í stofnfjárútboði sparisjóðsins sem lauk fyrir áramót en allir stofnfjáreigendur nýttu sér forkaupsrétt sinn og keyptu nýtt stofnfé fyrir rúmar 900 milljónir króna. Reikna má með lækkun á gengi stofnfjárbréfanna í kjölfarið, enda var útboðsgengið einn miðað við uppreiknað nafnverð stofnfjár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×