Viðskipti innlent

Tólf gámar af dönskum jólatrjám til landsins

Húsasmiðjan hefur gert samning við Lars Geil, jólatrjáaræktanda í Ry á Jótlandi, um að flytja jólatré í tólf 40 feta gámum til landsins fyrir jólin.

Jólatrén frá Ry eru ætluð Blómavali sem verið hefur stærsti söluaðili jólatrjáa á Íslandi í nærri 30 ár.

Fyrsti gámurinn með jólatrjám fór frá Árósum um miðjan nóvember. Alls er von á 12 gámum til landsins fyrir jól. Sendingin er 10% stærri en í fyrra sem þykir benda til að Íslendingar kjósi í auknum mæli lifandi jólatré í stað gervitrjáa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×