Viðskipti innlent

Ólafur Teitur til liðs við Straum-Burðarás

Blaðamaðurinn Ólafur Teitur Guðnason hefur ráðið sig til Straums-Burðarás og mun hefja störf á samskiptasviði félagsins á allra næstu dögum.

Ólafur Teitur segir í samtali við Vísi að það hafi ekki verið langur aðdragandi að þessari ráðningu. Gengið hafi verið frá samningi hans við félagið á föstudaginn var.

Fram kemur í máli Ólafs Teits að um leið og hann hefji störf hjá Straumi muni hann hætta skrifum sínum í fjölmiðla, nema í þágu Straums. Eiga margir ugglaust eftir að sakna fjölmiðlapistla Ólafs Teits í framtíðinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×