Viðskipti innlent

Marel eignast matvæladeild Stork N.V.

Samkomulag hefur verið gert um að Marel eignist matvæladeild Stork N.V. og verður gengið frá sameiningunni á næstu mánuðum. Kaupverðið er 415 milljónir evra eða sem nemur rúmum 38 milljörðum kr.

Í tilkynningu um málið segir að eftir sameininguna muni Marel geta boðið öflugri þjónustu og betri vörur fyrir viðskiptavini sína.

„Sterk nýsköpunargeta Stork Food Systems gerir það að fullkomnum félaga fyrir Marel Food Systems," segir dr. Hörður Arnarson, forstjóri Marel-samstæðunnar. „Góð samvinna okkar á liðnum árum hefur skapað virðingu fyrir starfsmönnum Stork og sýnt okkur möguleikana á vexti og árangri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×