Lífið

Naomi Campbell skúrar vöruhússgólf

Getty Images

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í fimm daga fyrir að henda farsíma í höfuðið á þjónustustúlku á heimili sínu. Campbell játaði sekt sína og gat því samið um refsingu við saksóknara glæpadómstólsins á Manhattan í New York. Hún verður látin skúra gólf í vöruhúsi í eigu borgarinnar. Campbell baðst afsökunnar á hegðun sinni við dómsuppkvaðninguna en þetta er í fjórða skipti sem hún gerist uppvís af slíkri hegðun. Hún hefur samþykkt að fara á reiðistjórnunarnámskeið sem verður þá hluti af refsingu hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.