Viðskipti innlent

Gildi áfram besti lífeyrissjóðurinn

Gildi-lífeyrissjóður hefur verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2007 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE).

Er þetta þriðja árið í röð sem sjóðurinn hlýtur þessi verðlaun. IPE er fagtímarit um lífeyrismál þar sem fjallað er um það helsta í lífeyrismálum á hverjum tíma í Evrópu.

Árlega fer fram verðlaunaafhending þar sem blaðið verðlaunar lífeyrissjóði sem hafa skarað framúr í sínu heimalandi og í Evrópu.Verðlaun þessi hafa verið afhent undanfarin sjö ár í Evrópu og er þetta í þriðja skiptið sem Ísland er með.

Í umsögn IPE kemur fram að Gildi hafi undanfarin ár, bæði í góðu og slæmu árferði á fjármálamörkuðum, sýnt framúrskarandi ávöxtun, mun betri en aðrir íslenskir lífeyrissjóðir. Það hafi leitt til þess að sjóðurinn hækkaði réttindi sjóðfélaga um meira en 17% á tveimur árum, en enginn annar lífeyrissjóður á Íslandi hefur hækkað réttindi jafnmikið á sama tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×