Viðskipti innlent

Gott uppgjör hjá Alfesca, tapi snúið í hagnað

Afkoma Alfesca á fyrsta ársfjórðung 2007-20008 var mjög góð, salan jókst um 20% og hagnaður varð af rekstrinum í stað taps á sama tíma í fyrra.

Hagnaður eftir skatta nam 0,8 milljón evra eða 72 milljónir kr. en í fyrra nam tapið 1,8 milljón evra eða rúmlega 160 milljónum kr.

Salan jókst um 20% og nam 134 milljónum evra á tímabilinu eða sem svarar 1,3 milljarði kr. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að frekari fyrirtækjakaup eru til skoðunnar hjá félaginu.

„Fjárhagsárið 2007-2008 byrjar mjög vel þrátt fyrir óvenjulega miklar hækkanir á hrávöruverði sem Alfesca eins og aðrir matvöruframleiðendur hafa staðið frammi fyrir," segir Xavier Govare forstjóri Alfesca. "Þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður er afkoma félagsins á ársfjórðungnum ánægjuleg þar sem heildarsala jókst um 20% samanborið við sama

tímabil í fyrra, nam samtals 134 milljónum evra, en innri vöxtur félagsins nam 5%."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×