Viðskipti innlent

Gengi Straums ekki lægra í 16 mánuði

William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður félagsins, hafa þurft að horfa upp á miklar lækkanir á gengi bréfa í félaginu að undanförnu.
William Fall, forstjóri Straums, og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður félagsins, hafa þurft að horfa upp á miklar lækkanir á gengi bréfa í félaginu að undanförnu.

Gengi hlutabréfa í Straumi-Burðarás hefur ekki verið lægra í 16 mánuði eða frá 28. júlí 2006 þegar það var 15,05. Gengi félagsins þegar Kauphöllinni var lokað í dag var 15,10.

Gengi bréfa í Straumi náði hæstum hæðum 20. júlí á þessu ári þegar það fór í 23,15. Síðan 8. október hefur gengi bréfa í félaginu fallið um 30,6% og markaðsverðmæti þess lækkað um 68,9 milljarða.

Straumur-Burðarás er þó fráleitt eina félagið sem þarf að leita langt aftur tímann til að finna jafn lágt gengi og raunin er í dag. FL Group þarf að fara rúmlega ár aftur í tímann til að finna jafnlágt gengi og lokaverðið í Kauphöllinni í dag.

Niður um 59,2 milljarða
FL Group undir stjórn Hannesar Smárasonar hefur fallið hratt á undanförnum vikum.
Gengi FL Group var 19,65 þegar Kauphöllin lokaði í dag og hafði þá ekki verið lægra síðan 19. september 2006 þegar það var 19,6. Hæsta gengi bréfanna var 32,8 þann 26. febrúar á þessu ári. Frá 15. október hafa bréf í félaginu fallið um 27,5% og markaðsvirði félagsins lækkað um 59,2 milljarða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×