Viðskipti innlent

Danir segja FL Group í vondum málum

Hanees Smárason, forstjóri FL Group.
Hanees Smárason, forstjóri FL Group. MYND/Pjetur

Danska blaðið Berlingske tidende gerir því skóna á vefsíðu sinni um viðskiptalífið, að FL Group hafi tapað hátt í 25 milljörðum íslenskra króna það sem af er þessum ársfjórðungi, eða eftir fyrsta október.

Eins og fram er komið tapaði félagið 27 milljörðum á þriðja ársfjórðungi þannig að tapið nemur um 50 milljörðum króna á fjórum og hálfum mánuði.

Berlingske rekur tap FL Group á ýmsum fjárfestingum og hefur það eftir sérfæðingum á danska verðbréfamarkaðnum, að ef til vill verði FL Group að grípa til þess að selja fjórðungs hlut sinn í Royal Unibrew, sem meðal annars framleiðir Faxe bjórinn, til að rétta sig eitthvað af.

Greinin í Berlingske er hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×