Viðskipti innlent

Hlutabréf í FL Group á flugi

Hlutabréf í FL Group hafa hækkað um 5,09 prósent í kauphöllinni það sem af er degi. Almennt hafa hlutabréf hækkað í verði í dag og hefur úrvalsvísitalan hækkað um 2,13 prósent.

Þá hafa hlutabréf í Exista hækkað um 3,48 prósent og ICEQ verðbréfasjóður hækkað um 3,31 prósent. Hlutabréf í Icelandair Group hafa lækkað mest eða um 1,49 prósent og þá hafa hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands lækkað um 0,51 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×