Viðskipti innlent

Góð staða hjá ríkissjóði

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu tíu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu nam handbært fé frá rekstri um 51,2 milljörðum kr., sem er 2,4 milljörðum kr. aukning frá sama tíma í fyrra.

Hreinn lánsfjárjöfnuður er neikvæður um 11,9 milljarða kr., sem er 58,6 milljarða kr. lakari útkoma en í fyrra. Það skýrist að mestu leyti af 30,3 milljarða kr. kaupum ríkissjóðs á hlut Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar í Landsvirkjun og eiginfjáraukningu Seðlabanka Íslands með 44 milljarða kr. eiginfjárframlagi.

Tekjur án eignasölu reyndust 39,4 milljörðum kr. meiri en á sama tíma á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×