Vandi sjávarbyggða til umræðu á Alþingi Gunnar Valþórsson skrifar 5. júní 2007 14:21 MYND/Anton Vandi sjávarbyggðanna var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna norðvesturkjördæmi. Einar K. Guðfinnsson var til andsvara. Í kjölfarið fylgdu svo aðrir þingmenn til að ræða þetta mál sem mikið hefur verið í umræðunni. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir sagði að sjávarbyggðirnar hangi á bláþræði. Hún tók dæmi af fyrirtækjum víðsvegar um landið sem nýverið hafa lagt upp laupana og hún sagðist hafa fundið fyrir kvíða og óvissu í loftinu þegar hún heimsótti sjávarþorp á Vestfjörðum um síðustu helgi. Hún sagði að verst hefði íbúum þorpanna þótt tómlæti ríkisstjórnarinnar sem hún sagði þá finna fyrir. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, var til andsvara og hann tók undir með Ingibjörgu að vissulega væri vandinn víða mikill og að hluta þess vanda mætti rekja til fiskveiðistjórnunarkerfisins. Hann benti á að undanfarin ár hafi verið reynt að byggja inn í kerfið byggðatengda þætti sem hann sagði hafa skilað sér til margra byggðalaga. Einar sagði einnig mikilvægt að úthluta byggðakvóta á markvissari hátt en áður hafi verið gert. Hann sagði brýnt að reyna að tryggja að slíkur kvóti færi til þeirra byggðalaga sem í mestum vanda væru. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í sáttmála síðustu ríkisstjórnar hafi verið gert ráð fyrir að hluti veiðigjalds ætti að renna aftur til sjávarbyggðanna í formi atvinnuuppbygginar og nýsköpunar. Ekkert slíkt ákvæði væri hins vegar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði hárrétt að aðgerða væri þörf og að ný ríkisstjórn hefði þegar tryggt flutning 20 opinberra starfa til Vestfjarða. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði hins vegar að þau störf væru aðeins dropi í hafið, því á síðustu árum hefðu tapast hátt í 300 störf á svæðinu. Stórtækari aðgera væri því þörf. Hann sagði að fólkið í sjávarbyggðunum gæti ekki beðið í óvissu fram á haust og hann sagði hætt við enn meiri fólksflótta af svæðunum verði ekkert að gert. Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Vandi sjávarbyggðanna var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna norðvesturkjördæmi. Einar K. Guðfinnsson var til andsvara. Í kjölfarið fylgdu svo aðrir þingmenn til að ræða þetta mál sem mikið hefur verið í umræðunni. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir sagði að sjávarbyggðirnar hangi á bláþræði. Hún tók dæmi af fyrirtækjum víðsvegar um landið sem nýverið hafa lagt upp laupana og hún sagðist hafa fundið fyrir kvíða og óvissu í loftinu þegar hún heimsótti sjávarþorp á Vestfjörðum um síðustu helgi. Hún sagði að verst hefði íbúum þorpanna þótt tómlæti ríkisstjórnarinnar sem hún sagði þá finna fyrir. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, var til andsvara og hann tók undir með Ingibjörgu að vissulega væri vandinn víða mikill og að hluta þess vanda mætti rekja til fiskveiðistjórnunarkerfisins. Hann benti á að undanfarin ár hafi verið reynt að byggja inn í kerfið byggðatengda þætti sem hann sagði hafa skilað sér til margra byggðalaga. Einar sagði einnig mikilvægt að úthluta byggðakvóta á markvissari hátt en áður hafi verið gert. Hann sagði brýnt að reyna að tryggja að slíkur kvóti færi til þeirra byggðalaga sem í mestum vanda væru. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í sáttmála síðustu ríkisstjórnar hafi verið gert ráð fyrir að hluti veiðigjalds ætti að renna aftur til sjávarbyggðanna í formi atvinnuuppbygginar og nýsköpunar. Ekkert slíkt ákvæði væri hins vegar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði hárrétt að aðgerða væri þörf og að ný ríkisstjórn hefði þegar tryggt flutning 20 opinberra starfa til Vestfjarða. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði hins vegar að þau störf væru aðeins dropi í hafið, því á síðustu árum hefðu tapast hátt í 300 störf á svæðinu. Stórtækari aðgera væri því þörf. Hann sagði að fólkið í sjávarbyggðunum gæti ekki beðið í óvissu fram á haust og hann sagði hætt við enn meiri fólksflótta af svæðunum verði ekkert að gert.
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira