Vandi sjávarbyggða til umræðu á Alþingi Gunnar Valþórsson skrifar 5. júní 2007 14:21 MYND/Anton Vandi sjávarbyggðanna var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna norðvesturkjördæmi. Einar K. Guðfinnsson var til andsvara. Í kjölfarið fylgdu svo aðrir þingmenn til að ræða þetta mál sem mikið hefur verið í umræðunni. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir sagði að sjávarbyggðirnar hangi á bláþræði. Hún tók dæmi af fyrirtækjum víðsvegar um landið sem nýverið hafa lagt upp laupana og hún sagðist hafa fundið fyrir kvíða og óvissu í loftinu þegar hún heimsótti sjávarþorp á Vestfjörðum um síðustu helgi. Hún sagði að verst hefði íbúum þorpanna þótt tómlæti ríkisstjórnarinnar sem hún sagði þá finna fyrir. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, var til andsvara og hann tók undir með Ingibjörgu að vissulega væri vandinn víða mikill og að hluta þess vanda mætti rekja til fiskveiðistjórnunarkerfisins. Hann benti á að undanfarin ár hafi verið reynt að byggja inn í kerfið byggðatengda þætti sem hann sagði hafa skilað sér til margra byggðalaga. Einar sagði einnig mikilvægt að úthluta byggðakvóta á markvissari hátt en áður hafi verið gert. Hann sagði brýnt að reyna að tryggja að slíkur kvóti færi til þeirra byggðalaga sem í mestum vanda væru. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í sáttmála síðustu ríkisstjórnar hafi verið gert ráð fyrir að hluti veiðigjalds ætti að renna aftur til sjávarbyggðanna í formi atvinnuuppbygginar og nýsköpunar. Ekkert slíkt ákvæði væri hins vegar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði hárrétt að aðgerða væri þörf og að ný ríkisstjórn hefði þegar tryggt flutning 20 opinberra starfa til Vestfjarða. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði hins vegar að þau störf væru aðeins dropi í hafið, því á síðustu árum hefðu tapast hátt í 300 störf á svæðinu. Stórtækari aðgera væri því þörf. Hann sagði að fólkið í sjávarbyggðunum gæti ekki beðið í óvissu fram á haust og hann sagði hætt við enn meiri fólksflótta af svæðunum verði ekkert að gert. Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Vandi sjávarbyggðanna var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna norðvesturkjördæmi. Einar K. Guðfinnsson var til andsvara. Í kjölfarið fylgdu svo aðrir þingmenn til að ræða þetta mál sem mikið hefur verið í umræðunni. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir sagði að sjávarbyggðirnar hangi á bláþræði. Hún tók dæmi af fyrirtækjum víðsvegar um landið sem nýverið hafa lagt upp laupana og hún sagðist hafa fundið fyrir kvíða og óvissu í loftinu þegar hún heimsótti sjávarþorp á Vestfjörðum um síðustu helgi. Hún sagði að verst hefði íbúum þorpanna þótt tómlæti ríkisstjórnarinnar sem hún sagði þá finna fyrir. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, var til andsvara og hann tók undir með Ingibjörgu að vissulega væri vandinn víða mikill og að hluta þess vanda mætti rekja til fiskveiðistjórnunarkerfisins. Hann benti á að undanfarin ár hafi verið reynt að byggja inn í kerfið byggðatengda þætti sem hann sagði hafa skilað sér til margra byggðalaga. Einar sagði einnig mikilvægt að úthluta byggðakvóta á markvissari hátt en áður hafi verið gert. Hann sagði brýnt að reyna að tryggja að slíkur kvóti færi til þeirra byggðalaga sem í mestum vanda væru. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á að í sáttmála síðustu ríkisstjórnar hafi verið gert ráð fyrir að hluti veiðigjalds ætti að renna aftur til sjávarbyggðanna í formi atvinnuuppbygginar og nýsköpunar. Ekkert slíkt ákvæði væri hins vegar í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði hárrétt að aðgerða væri þörf og að ný ríkisstjórn hefði þegar tryggt flutning 20 opinberra starfa til Vestfjarða. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði hins vegar að þau störf væru aðeins dropi í hafið, því á síðustu árum hefðu tapast hátt í 300 störf á svæðinu. Stórtækari aðgera væri því þörf. Hann sagði að fólkið í sjávarbyggðunum gæti ekki beðið í óvissu fram á haust og hann sagði hætt við enn meiri fólksflótta af svæðunum verði ekkert að gert.
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent