Innlent

Tannlæknar samþykkja samning við HTR

MYND/Vilhelm

Tannlæknafélag Íslands samþykkti í póstkosningu samning við samninganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis um tannlækningar tveggja aldurshópa.

Alls voru 328 tannlæknar á kjörskrá og tóku 179 þeirra þátt í póstkosningunni. Já sögðu 109 eða 61 prósent þátttakenda. Meirihluta þátttakenda í póstkosningunni þurfti til að samþykkja samninginn fyrir hönd félagsins.

Samningurinn á að taka gildi þann 1. júní og hefur stjórn Tannlæknafélagsins kynnt formanni samninganefndar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og heilbrigðisráðherra niðurstöðu kosningarinnar.

Segir í tilkynningu Tannlæknafélagsins að tannlæknar geti gerst aðilar að samningnum hvenær sem er á samningstímanum sem er til 31. desember 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×